Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 14

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 14
212 FREYR Nautakjötsframleiðsla getur orðið mikill liður í framleiðslu okkar síðar, þó hún sé það ekki í dag, ef við breytum henni í það að framleiða fyrsta flokks kjöt. Skilyrðin höfum við hvað landrými og landkosti á- hrærir. Það eru búhyggindin ein, sem á stendur. Aðeins þetta eina holdanautabú í land- inu, í Gunnarsholti, hefur að bjóða fram- bærilegt nautakjöt fyrir hótelreksturinn innanlands. En útlendingarnir, sem nú búa í landinu, yfirbjóða hótelin og taka kjötið frá þeim. í sínu heimalandi þurfa þeir að gefa fyrir slikt kjöt 1 y2 dollar kílóið, þeim þykir það því ódýrt, þó þeir gefi fyrir það tvöfalt skráninagrverð, sem er á nauta- kjöti hér. Af þessu mættum við nokkuð læra, hvers virði kjötgæðin eru. Vel mættum við líka spyrja sjálfa oss: Höfum við efni á því, að afneita allri end- urbót á þessu sviði landbúnaðarins, ef við eigum hennar kost? Líklegt er að almennustu notin af full- blóðs-holdanautum hér í landinu yrðu lík og í Englandi og Noregi, með þeim hætti að framleiða hálfblóðssláturgripi. Hins vegar mundi víða geta hagað svo til, að bændur teldu sér það hagkvæmt að hafa nokkurn holdanautastofn samhliða öðrum búgrein- um, svo sem sauðfé. Styðst það við reynslu og álit Páls Sveins- sonar, sandgræðslustjóra, þess eina bónda í landinu, sem slíkan búskap rekur. Hann telur holdanaut vinnuspörustu bú- greinina og þá, sem bezt nýti heyfóður okkar. Vafalaust getur það legið fyrir hjá okk- ur eins og hjá Norðmönnum, að nokkuð af bændum gefist upp við mjólkurframleiðsl- una vegna þreytu og vöntunar á vinnu- krafti. Gæti þá komið sér vel að geta skipt yfir í holdanautabúskap, sem léttara og frjáls- ara búskaparforms. Þó slíkar breytingar yrðu, gæti húsakosturinn fullnýtzt eftir sem áður. Af greindum á'stæðum og fleirum hefur nefndin lagt til í ályktun sinni til Búnað- arþings, að nú þegar verði unnið að því ákveðið að fá jákvæða lausn í þessu holda- nautamáli. Varðandi ályktunina sjálfa vill nefndin taka það skýrt fram, að fyrri liður hennar gengi fyrir í framkvæmd og telur mest að- kallandi að leysa það atriði. Varðandi seinni liðinn og framkvæmd hans skal á það bent, að á einu búi í Nor- egi eru bæði þessi kyn, sem um ræðir í á- lyktuninni, á eyjunni Utstein í Rogalands- fylki og hafa verið þar síðan 1950, er þau voru flutt inn frá Skotlandi. Þar er fengin 11 ára reynsla um heilbrigði þeirra. Ætti það að vera nokkur trygging að taka kálfa þaðan frekar en frá Skotlandi. Einnig skal á það bent, að fyrir liggur tilfooð frá Búnaðarsambandi Austurlands um að ieggja til aðstöðu fyrir einangrun- arstöð, tll að firra aðra fjórðunga þeirri á- hættu, sem af innflutningi geti stafað. Er þess fastlega vænzt, að þessu tilboði verði tekið. GREINARGERÐ Einars Ólafssonar og Þorst. Sigurðssonar. Ferðin til Noregs. Nefndin hafði fregnir af því, að Norð- menn hefðu flutt inn tvö holdanautakyn fyirr 12 árum: Aberdeen Angus og Here- ford kyn. Nefndin hafði líka heyrt frá því sagt, að Norðmenn hefðu gert einangrun- Aberdeen Angus tarfur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.