Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 30

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 30
228 FREYR eggjum, fór þá að gruna, að ekki væri allt með felldu og að betra væri að fara varlega. Þá tóku þeir upp á því, bæði svartbakur og hrafn, að taka eggið í gogginn og fljúga upp með það en sleppa því svo. Lenti eggið á grónu landi varð grasið eitrað af innihaldi þess ,og þá hættulegt búpeningi. Þegar svona var komið tók ég upp á því að hæla niður pjötlu af hænsnaneti yfir eitruðu eggin og gekk svo frá, að sem minnst bæri á, en þá var ekki hreyft við eggjunum. Nú er ég hættur að eitra, en læt mann vera öðru hvoru í varpinu með góða byssu og skjóta svartbak og hrafn. Af svartbaknum er það að segja, að sé hægt að drepa nokkra •— tvo—þrjá — þá hverfa hinir í nokkra daga, jafnvel viku, en þegar þeir koma aft- ur verður að heilsa þeim með byssunni. Gott er að hafa tvö eða fleiri smáhýsi í varpinu, sem hægt er að fara til eftir þörf- um. Þar getur skyttan leynzt og oft fengið færi á varginum. Annars er sjaidan hægt að fá færi á hrafni og svartbak með hagla- byssu, nema helzt á flugi, en nú fást góðir rifflar með kíki, sem eru öruggir á allt að tvö hundruð metra færi, vönum skyttum. Hirðing varpsins: Eins og getið er hér að framan hefur ung- fuglinn engin hreiður að hverfa að; þar er því nauðsynlegt að bæta úr því með því að gera honum hreiður á hentugum stað, ann- ars er hætta á að hann geri þau á stöðum þar sem þau geta misfarizt, t. d. á þang- hrönnum og lent þá í sjó, í stórum flæðum eða sjógangi, eða á votlendi, þar sem fugl- inn á auðvelt með að grafa sér hreiður- körfu. Hreiðrin þurfa að vera sem líkust

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.