Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 44
242
FRE YR
Landbúnað
stundar nú 17.5% atf dönsku þjóSinni, en tekjur
landbúnaðarins nema aðeins 13,7% af þjóðartekjun-
um. Tekjur sveitaifólksins eru því minni en annarra
stétta og langt um minni en faglærðra manna í
bæjunum, en við tekjur þeirra skyldi réttilega miða,
því að danskir bændur eru virkilega fagmenn á borð
við aðra, er íagmennsku læra.
Efnahagsleg afkoma landbúnaðarins hefur rýrnað
ár frá ári síðan 1950 og kom þar að nú í maí, að
bændur undu ei lengur kjörum þeim, sem þeim eru
búin og stöðvuðu því iframleiðslu sina. Stöðvunin
stóð aðeins 3 daga, en stjómarvöld landsins sömdu
þá við félagsskap bænda, og er um það getið á öðr-
um stað í þessu hefti FREYS.
Kjöt og flesk á alþjóðamarkaði.
Alf alþjóðaskýi-slum má sjá, að það em aðeins fá
lönd, sem eru aðalframieiðendur þess kjöts og flesks,
sem selt er á almennum markaði heimsins, landa
milli.
Þær þjóðir Evrópu, sem flytja mest út af vöru
þessari, eru: Danir ,írar og Hollendingar. Áj'ið 1960
fluttu Danir út 70 millj. kg af nautakjöti og 311 millj.
kg af fleski. Hollendingar fluttu út um 30 milljónir
kg af hvorri tegundinni lun sig og írar fluttu út 35
millj. kg af kjöti og 20 millj. kg af fleski.
Á heimsmarkaðinum eru að siálfsögðu stórþjóðir,
sem eru ennþá meiri á þessu sviði, en þar má til
nefna Argentínubúa og Ný-Sjálendinga.
Árlegur útiflutningur nautakjöts frá Ástralíu er um
240 millj. kg og frá Nýja-Sjálandi er flutt árlega um
100 millj. kg, en öll met slær Argentína með um 350
millj. kg kjöts og 20 millj. kg flesk, sem árlega er
flutt út.
Aðalinnflytjendur umræddra vai'a eru Evrópuþjóð •
ir, Bretar. Vestur-Þjóðverjar og ítalir. Bretar flytja
inn 1400—1500 millj. kg af kjöti og fleski árlega,
Þýzkaland um 300 millj. kg og ítalía nálægt 130
millj. kg.
Kapphlaup í holdanautaræktun.
FREYR hefur sagt frá því, að Rússar hafi útvegað
erlendan stofn af Charolaisnautum. En það hafa
ifleiri gert en Rússar. Danir hafa gert hið sama, og
nú hefur Soames, landbúnaðarráðherra Englands,
gefið eftir og heimilað innílutning á Charolais til
Bretlands, til blöndunar enskum holdanautastofn-
um. Dýraiæknum hefur verið falið að hafa eftirlit
með hreysti og heilbrigði gripanna, en bændastéttin
hafur beðið óþolinmóð eftir, að innflutningurinn
yrði leyfður og telur, að Englendingar séu orðnir
ári á eftir öðirum í þessum sökum. Það fylgir þó
þessari fregn, að á búgarði nokkrum í Vestur-Eng-
landi hafi bóndi framkvæmt leynistarf, þar eð hann
hafi smyglað inn Charolais-tarfi frá Frakklandi og
notað til blöndunar Ayrshire stofni. Frá því er sagt.
að kynblendingar hans séu mjög hraðvaxta og við
7% mánaðar aldur að minnsta kosti mánuði á undan
öðrum holdanautum að því er þroska snertir. Eigi er
þess getið hvaða málagjöld „leynistarfið" hlýtur, en
frá því er sagt, að landbúnaðarráðuneytið verði eig-
andi innfluttra Charolais-gripa og kynblendinganna,
fyrst run sinn.
Tíu ára áætlunin.
Á vegum Stéttarsambands bænda er nú unnið að
skýrslu um niðurstöður þeirrar tíu ára áætlunar,
sem gerð var 1950.
Niðurstöður liggja fyrir að mestu og munu birtast
við fyrsta tækifæri í Árbók Landbúnaðarins.
Bergur Sigurbjömsson hefir safnað gögnum að
skýrslunni og sett hana saman.
Leiðrétting
Sú meinlega prentvilla varð í auglýsingu frá
GLÓBUS H.F. í 12. hefti Freys að verðið misritaðist
kr. 3.700,00 í stað 13.700,00.
Biður blaðið afsökunar á þessum mistökum, sem
leiöréttast hér með.
Freyr-
BÚNAÐARBLAÐ
Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Elnar
Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gísli Kristjánsson. -
Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200
Áskrlftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda hf.