Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 28

Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 28
226 FRE YR GÍSLI VAGNSSON: U M ÆÐARVARP Grein þessi er prentuð hér eftir handriti að útvarps-erindi. Nú er vorið komið og æðurin senn að nálgast varplandið. Ef vel viðrar, þegar líð- ur að apríllokum, fer hún að hópa sig framan við varplandið, feit og fjörug eftir mildan vetur. Blikarnir eru komnir á bið- ilsbuxurnar og renna hýrum augum til kollnanna. En margur á sér meðbiðil og fer þá eins og oftar, að dutlungar kvenkyns- ins, eða hvað það nú er, ráða hver verð- ur hinn hamingjusami. Þegar þessi örlagaleikur er á enda, og framtíðin ráðin, er farið að líta eftir gömlu hreiðrunum. Dagarnir eru teknir snemma eða rétt um sólaruppkomu, þá er haldið í stórum hópum upp frá sjónum og dreifst um varplandið. Hver kolla þekkir sitt hreiður frá árinu áður, það er þeim enginn vandi. Hitt er meiri vandi að sjá sér út stað fyrir nýtt heimili, en það þurfa ungu hjónin að gera, hjónin, sem urðu kynþroska á þessu vori. Það getur líka skeð, að eldri hjón þurfi að sjá sér út nýj- an stað fyrir heimili. Hafi heimilið þeirra, síðastliðið vor, orðið fyrir árás öflugs ó- vinar og þau hrakin frá því, en heimilið tætt í sundur, er ekki að vænta að þau setjist þar að aftur. Þessi fyrsta heimsókn á varpstöðvarnar stendur ekki lengi yfir. Hættur geta hvar- vetna leynzt meðan landið er ókannað og því vissara að dvelja ekki lengi að því sinni. Fyrr en varir fliúga upp hópar hér og þar, ótti hefur gripið um sig í hjörtum landnemanna, en um leið og flogið er til sjávar er gjarnan flogið yfir varplandið og nágrenni þess, augum rennt á landið ef ó- vinur skyldi leynast einhvers staðar. Þessar ferðir endurtaka sig morgun eftir morgun unz fuglinn er orðinn öruggur um að ekkert sé að óttast, og náttúran er farin að segja til sín hjá hinni verðandi unga- móður. Nú hefur landið verið kannað, sængin í hreiðrinu, frá sumrinu áður, verið hrist upp, þ. e. a. s. hreiðrið krafsað upp, og engin hætta sjáanleg. Hætta! Jú, æðurin hefur séð bæði hrafna og svartbaka á flögri yfir varpland- inu, en hún hefur svo oft séð þessa hlakk- andi, næstum kumpánalegu varga, að hún kippir sér ekkert upp við það. Öðru máli gegnir með fálkann og örninn; þegar þeir láta sjá sig grípur skelfingin alla hjörðina svo að hver æður reynir að forða sér á vatn. Þess er líka von. Þessir vargar ráð- ast beint á fuglana og drepa. Fálkinn slær þá í rot hvort heldur þeir sitja eða eru á flugi, og rífur þá svo í sig svo að fiðrið af þeim þeytist í allar áttir. Sama er að segja um örninn, hann hremmir þá hvort held- ur þeir sit.ja á hreiðrum eða eru á flugi, en þá er dauðinn vís. Eina leiðin til varnar er að breiða yfir sig mjúkt og svalt vatnið. En hvað skeður þá á meðan? Hrafn og svart- bakur hefur í tugatali sezt að hreiðrunum, hirt eggin en tætt dúninn út um allt þannig er aðkoman oft og tíðum. Enn er ótalinn einn óvinurinn, en það er tófan. Þar sem æðarvarp er á landi á tófan greiðan aðgang að því, og því er mik- il hætta á ferðum, einkum meðan fuglinn er að setjast upp. Ef tófa kemst í æðarvarp í byrjun varptíðar, er hún aðgangsfrek og eirir engu. Þá lætur hún sér ekki nægja að eta fylli sína af nýjum eggjum heldur þeytist fram og aftur um varplandið með- an nokkur fugl situr uppi. Þegar á þessu hefur gengið um stund hverfur hún gjarn- an frá um tíma og fer þá fuglinn að huga að hreiðrunum, en fyrr en varir er sami vargurinn kominn á staðinn og sami leik- urinn endurtekur sig. Oft eru hrafnar í fylgd með tófunni og bætir það auðvitað ekki um. Þannig getur

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.