Freyr - 01.07.1961, Blaðsíða 31
FREYR
229
eðlilegum hreiörum að lögun og stærð, og
gott er að láta ofurlítið af þurru heyi í körf-
urnar. — Þar sem grjót er við hendina, er
gott að reisa steina við hreiðrið á þrjá vegu,
en gæta þess að nóg rúm sé fyrir kolluna að
snúa sér við á þvi. Svona hús veitir kollunni
nokkra vörn í átökunum við hrafn og
svartbak, og svo er þar líka vörn gegn því að
dúnninn fjúki.
Þá eru það hræðurnar. Þær er rétt að setja
upp þegar fuglinn er byrjaður að verpa. Þá
er hann farinn að spekjast og þolir betur
umferð fólksins og nýbreytnina. Annars
eru hræður engin vörn fyrir vargi, en fugl-
inn hænist að þeim og unir sér betur í ná-
munda við þær. Vilji maður beina varpinu
á ákveðinn stað, er rétt að hafa sem mest
af hræðum á því svæði. Einnig er gott að
hafa stöng og smáflögg með allavega litum
druslum, mála hvítar skellur á steina og
reisa við hreiðrin, o. s. frv. Hey er einnig
gott að láta sem víðast í smábeðjur, fuglinn
er fljótur að notfæra sér þær og verpa í
þær. — Einnig er gott að hafa vindrellur í
varpinu og bjöllur, til dæmis skipsbjöllur.
— Sauðabjöllur eru betri en ekki. — Bjöll-
una má útbúa þannig, að svo sem tveggja
metra langur staur er rekinn niður, svo að
hann sé vel fastur, síðan er fest stutt þver-
slá ofan á enda hans og bjallan fest framan
á þann enda sláarinnar, sem gengur fram
af staurnum. Neðar á staurnum kemur svo
önnur þverslá með rellu í endanum og er
hún stillt þannig, að þegar rellan snýst,
snertir spaði hennar kólfinn í klukkunni, þá
hringir hún stöðugt í hvert sinn og vindur
er. Þetta er gott tæki til að hæna fuglinn að
þeim stað, sem klukkan er, en sem vörn
gegn vargi gildir það sama og með hræð-
urnar. Vargurinn venst fljótlega þessari ný-
breytni og hljóðum, jafnvel tófan lætur sér
ekki bregða þegar hún sér enga hreyfingu
á þessu nývirki. En fuglinn verður spakari
og hændari að þeim stöðum, sem þessi út-
búnaður er hafður. Hann skynjar, að þetta
er gert fyrir hann og notfærir sér það.
Vinnan við hreiðrin. — Hirðing dúnsins.
Hún fer að sjálfsögðu eftir veðurfari og
heimilisástæðum. Aldrei ætti að vinna i
varpi nema í þurru og fremur hægu veðri;
sé farið í varpið í rigningu blotnar dúnn-
inn og skemmist fyrr en varir, Dúnninn er
mjög viðkvæmur fyrir bleytu, og blotni
hann í hreiðrunum, sem oft kemur fyrir.
þarf að taka hann heim og þurrka svo fljótt
sem unnt er, annars fúnar hann og rýkur
út í loftið þegar farið er að hreinsa. Eink-
um er honum hætt við að blotna á láréttu
landi og grasi grónu. Það er því nauðsyn-
legt að athuga um hvert hreiður, ekki
sjaldnar en einu sinni í viku, er veður leyfir.
Þá eru eggin tekin úr körfunni. Þau
skyggnd, kaldegg tekin frá, og ef einhver
bleyta er í dúninum er það tekið en þurrt
hey látið undir í hreiðrið. Sé allur dúnninn
blautur þarf að taka hann en láta nokkuð
af þurrum dún í staðinn ofan á heyið. Að
því búnu eru eggin látin aftur í körfuna. •—
Sé þurr og mikill dúnn í hreiðrinu er rétt
að taka nokkuð af honum. Þetta kallast
fyrstutekj udúnn, en hann er bezt-
ur og dýrmætasta varan. Ekki má taka
meira en svo, að öruggt sé að nógur ylur sé
á eggjunum. Séu fimm egg eða fleiri í
hreiðrinu er ekki vert að taka af dúninum
nema þar, sem kann að vera rakt í botni
körfunnar, og muna að láta þá þurrt hey
undir. — Þetta þarf að endurtaka vikulega
meðan kollan liggur á eggjunum. Það er
því allmikið verk og tafsamt að hirða stórt
æðarvarp, en þetta þarf að gerast af ná-
kvæmni ef vel á að fara um dúninn. Fugl-
inn verður líka spakari á því, að oft sé farið
í varpið. Kollurnar hætta þá að drita á
hreiðrið þegar þær fara af, annars hættir
þeim við því ef þær eru styggar, og bleyta
þá bæði dún og egg. Þetta þarf þá að verka
af hreiðrunum, hrista af dúninum og
þurrka af eggjunum, annars fer illa um
dúninn.
í þurrviðravorum, og þar sem hirðingin
er í lagi, fara ekki nema 48—50 hreiður í
kg. En þar sem þetta er hvorugt fyrir hendi,
geta farið yfir 60 hreiður í kg. Votviðrum
geta menn ekki gert við, en þá ríður enn
meira á vandvirkni í meðferð dúnsins. Ég
tel að rétt sé að smá taka þurra dúninn úr
hreiðrunum eftir því sem fuglinn reitir sig,
en gæta þess að ævinlega sé þó nóg eftir til