Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.01.1962, Qupperneq 36

Freyr - 15.01.1962, Qupperneq 36
48 FRE YR Heiðursfélagar. A fundi stjórnar Búnaðarfélags íslands fyrir jólin var ákveðið að velja sem heiðursfélaga Búnaðarfélags- ins þessa bændur: Guðjón Jónsson, hónda Ási, Rang. Guðmund Erlendsson, bónda Núpi, Rang. Jón H. Fjalldal, fyrrv. bónda Melgraseyri, N.-ís. Búnaðarþing árið 1962 á að hefjast þann 24. febrúar. Þetta er síð- asta Búnaðarþing yfirstandandi kjörtímabils, en kjör fuiltrúa til næstu fjögurra ára á að fara fram á kom- andi vori. Kornuppskera var á síðasta sumri mjög lítil í Kanada svo að lá við misæri, en ekki aðeins þar heldur og í Norður-Evrópu var uppskera í lakara lagi. Bráðabirgðatalning hefur sýnt, að í 13 Evrópulöndum var uppskera hveitis mun minni en árið áður, eða 34,87 millj. lesta, en 37,91 millj. árið 1960, en þetta nemur 8% mismun. í Vestur- Þýzkalandi var uppskeran 20% minni en 1960, í Frakk- landi urn 12% minni og í öðrum löndum var mismun- urinn lítill. Aðeins í Ítalíu og Dannrörku var um lítil- fjörlega aukningu að ræða. Óvenjuleg kýr. Landsbladet, málgagn danskra búnaðarfélaga. segir frá því síðast í nóvember, að óvenjulegri kú hafi verið slátrað í Svendborg á Fjóni í sumar. Kýr þessi eignaðist aðeins einn kálf, árið 1958 og engan siðan, en hún hefur haft langt mjaltaskeið og óvenjulega afurðasælt. Afurðir hennar, frá því hún bar í nóvember 1958 til 8. júlí 1961 er henni var slátrað, voru þéssar: Árið 1959: 7659 kg mjólk með 4,26% fitu — 1960: 8467 kg mjólk með 4,70% fitti - 1961: 3940 kg mjólk með 5,65% fitu Þríkelfd kýr. Að Neðra-Nesi í Stafholtstungum bar svo við i haust, að kýr eignaðist 3 kálfa, atla lifandi. Það er ekki sjald- gæft, að kýr séu tvíkelfdar, en að þær séu þríkelfdar er sjaldgæft fyrirbrigði og að kýr eignast meira en þrjá kálfa í einu er mjög sjaldgæft, en sumir eða allir kálfarnir cru þá jafnan lasburða eða dauðfæddir. Frá Nýja Sjálandi. I nóvemberbyrjun s.l. fór dr. Halldór Pálsson til Nýja Sjálands, en þar mun hann dvelja urn nokkra mánuði. Hann hefur skrifað til Islands síðan hann fór og í einkabréfi til ritstjóra Freys segir hann m. a.: „Hér er yndislegt loftslag og ánægjulegt land í alla staði. Allt byggist hér á landbúnaði. Velmegun er mik- il, kaup hátt, vinnuhraði óskaplegur, en frítími mikill. Aðeins 5 daga vinnuvika, eða 40 vinnustundir á viku. Sumar vörur eru dýrar, en matvörur flestar ódýrar. Skattar eru háir. Land er dýrt. Land, sem fleytir einni á árlangt, kostar um 2500 krónur. LAND-ROVER landbúnaðarbifreiffarnar (sjá forsíðumynd) eru fáanlegar með benzín- eða díesel hreyflum. Verð á LAND-ROVER með benzín hreyfli, málmhúsi ásamt hliðargluggum, sætum fyrir sjö manns, miðstöð, rúðublásara og afturhurð er ca. kr. 120.300.—. Með díesel-hreyfli og samskonar útbúnaði er bif- reiðin ca. 16.600.— dýrari. Ymsir aukahlutir fáanlegir. Vegna mikillar eftirspurnar eru þeir, sem hvggja á LAND-ROVER kaup fyrir vorið, beðnir að senda pantanir sínar hið allra fyrsta til einkaumboðsmanna Rover-verksmiðjanna, Heildverzlunarinnar Heklu h.f. Sími 11275. Reykjavík. (Auglýsing.) Útgefendur: Búnaðarfélag ísl. og Stéttarsamband bænda. - Útgáfunefnd: Einar Ólafsson, Pálmi Einarsson, Steingr. Steinþórsson. - Ritstjóri: Gísll Kristjánsson. • Ritstjórn, afgreiðsla og innh.: Lækjarg. 14 B, Reykjavík. Pósth. 390. Sími 19200. BÚNAÐARBLAÐ Askriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — Prentsmiðjan Edda h.f.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.