Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1965, Blaðsíða 2

Freyr - 01.03.1965, Blaðsíða 2
FRE YR H EYTÆTLA ei ný gerð af heytætlu, sem i sumar mun halda innreið sína i íslenzkan landbúnað. FELLA heytætlan hefur um lengri tíma verið notuð af bændum í öllum löndum Evrópu og af fjórum gerðum svona snúningsvéla, sem við létum prófa í fyrra varð FELLA fyrir valinu, enda reyndist hún bæði sterkbyggð og velvirk. Loka- orð skýrslu Verkfæranefndarinnar á Flvanneyri voru þessi: „Heytætlan Fella-Krúger TH 4 var prófuð af Verkfæranefnd ríkisins sumarið 1964 og notuð alls 100 klst. Heytætlan reyndist vel við heysnúning og hæfni hennar til að fylgja ójöfnum er yíirleitt fullnægjandi, jafnvel á illa sléttu landi. Hún dreifir vel úr heymúgum. Afköst við heysnúning eru 1.5—2.5 ha/klst. Vélin er traustbyggð og ending tinda reyndist viðunandi. ‘ Hæfni FELLA heytætlunnar til að fylgja ójöfnum á landinu byggist fyrst og fremst á snjöllu byggingarlagi og hæfilegum þunga. Vélin er mjög stöðug við vinnu. í FELLA vélunum eru engir hjöruliðir og snúningsstjörnurnar leika allar í kúlu- og rúllulegum, sem tryggir leikandi léttan snúning og góða endingu. FELLA vélarnar fást bæði með fjórum og sex snúningsstjörnum, fasttengdar og dragtengdar. LÁTIÐ fella hjálpa yður við öflun góðra heyja. Vegna mikillar eftirspurnar og takmarkaðra afgreiðslumöguleika verksmiðjunn- ar þurfa bændur að senda pantanir sem allra fyrst. ARNl GESTSSON VATNSSTÍG 3. SÍMI 11555.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.