Freyr - 01.03.1965, Page 7
FRE YR
63
þess að hafa dvöl og handleiðslu á þeirra
góða heimili í Ólafsdal. Ég tapaði af því,
því að ég var svo seinn í tíðinni, að öðru
leyti en því, sem eflaust hefur flutzt til
mín í gegnum föður minn. Það á ekki ann-
arsstaðar betur við en um Ólafsdalsheim-
ilið, gömul vísa, sem æði margir kunna, og
er svona:
„Mitt skal öllum opið hús,
engum dvöl mun banna.
Ég skal vera faðir fús
föðurleysingj anna.“
Foreldrar mínir bjuggu á Hvoli eftir að
afi minn, Indriði Gislason, hætti þar bú-
skap. Ég man það, þótt ungur væri, að á
milli míns fólks á Hvoli og fjölskyldunnar
í Ólafsdal, var alla tíð vinskapur. Móðir
mín sagði einhverntíma, að maður hefði
gott af því, þó að maður sæi ekki Torfa
ganga nema álengdar. Væri nú Torfi
Bjarnason risinn upp úr gröf sinni, er ég
hræddur um, að honum þætti ekki blóm-
legt verzlunarástandið hér við Breiðafjörð
og ekki trúlegt, að það væri verra en um
og fyrir aldamót, á meðan útlendar sel-
stöðuverzlanir voru hér mestráðandi. Hér
í firðinum eru víða ágætar hafnir til af-
greiðslu nú orðið, fyrir stærri skip. Hér í
Skarðsstöð var byggt bólverk fyrir alda-
mót, fram af verzlunarhúsinu; það kom
hingað tiltelgt frá Danmörku, og sett nið-
ur hér. Ég held að þetta hafi verið fyrsta
mannvirkið hér á Vesturlandi til lending-
arbóta, og stóð um 70 ár. Verzlun var öll á
bátum, úr vestureyjum og Austur-Barða-
strandarsýslu, á smærri og stærri bátum,
og til hægðarauka fyrir þessa umferð var
stigi fram við haus bryggjunnar, sem náði
niður í stórstraums fjörumál. Sporvagnar
voru notaðir til innkeyrslu á vörunni í hús,
og skiptispor á bryggjuhaus, og í kjallara
þegar inn kom. Tveir menn gátu léttilega
ýtt vögnunum inn í húsið, með 1,5—2 tonn-
um á. Þegar inn var komið var varan, sem
þá var mest korn, bankabygg, hrísgrjón,
baunir og þess háttar, heist upp úr vögn-
unum með blokkum og stóru hjóli í rjáfri
upp á loft og hver tegund fyrir sig losuð úr
pokunum, sem voru mest 200 pokar í ca.
30 tunnu spyrður, með rennu, er náði nið-
ur í kjallara, með renniloki neðst á henni
og vigtin höfð þarna rétt hjá. Þetta auð-
veldaði mikið afgreiðslu fyrir pakkhús-
menn, enda urðu þeir ekki fótaveikir í þá
tíð.
Hingað komu um þessar mundir segl- og
gufuskip, beint frá útlandinu með alla
þungavöru. Mig minnir, að stundum kæmi
með þessum skipum sprittfat, auðvitað til
að þvo tóftarrykið úr lungunum á körlun-
um eftir veturinn. Þá voru Spánarvínin
ekki komin og næstum því enginn kven-
maður farinn að drekka. Eftir að Torfi í
Ólafsdal stofnaði pöntunarfélagið hér um
sýslurnar, fékk hann vöruna beint frá út-
landinu, ekki eingöngu hér á útflutnings-
hafnirnar, heldur inn á Salthólmavík á
Gilsfirði, en vegna útfiris var ekki hægt að
skipa upp vörunni, nema tæplega helming
af hverju sjávarfalli. Hefðu nú skip Torfa
komið með vöruna í Skarðsstöð, þessa einu
höfn, sem var og er við allan innanverðan
Breiðafjörð, var hægt að skipa þar upp,
ef þurft hefði allan sólarhringinn, því að
ekki var eftir- eða næturvinnan komin á
framleiðsluna í þá daga, en þess í stað
billegri vara, þó að engar væru spyrður eða
rennilok hjá Torfa.
Torfi var það hygginn maður að fara
fram hjá Skarðsstöð, eins og þá stóð á, og
lagði alla áherzlu á að fá skipin inn á Salt-
hólmavík, þó að erfitt væri með losun úr
þeim þar, sem fyrr greinir. Milli Skarðs-
stöðvar og Salthólmavíkur voru allar ár ó-
brúaðar, og að öðru leyti vegurinn hábölv-
aður, engu komið við nema klyfjahestum.
Torfi sá, að það mundi verða til stórhækk-
unar á vörunum fyrir mannskapinn, ef
langt þurfti að sækja hana á landi með
þessum ástæðum.
★ ★
Nú er öldin önnur, ár og dagar liðnir,
komin stórskipabryggja í Skarðsstöð, á
rýmri og dýpri stað en sú gamla var, hver
á og bæjarlækur brúað á milli áðurnefndra
staða, og óslitinn bílvegur, sem verið er að
enda við að gera þríbreiðan á versta kafl-
anum, ca. 2—3 km. Hefði þessi lagfæring
á vegi, ám og lendingarbótum í Skarðsstöð,