Freyr

Árgangur

Freyr - 01.03.1965, Blaðsíða 9

Freyr - 01.03.1965, Blaðsíða 9
FRE YR 65 SNEFILEFNIN í FÓÐRINU Til skamms tíma var gildi fóðursins fyrst og fremst miðað við orkumagn þess, en það er mælt í hitaeiningum, — fóður búfjár þó um Norðurlönd í fóðureining- um, en ein fóðureining er — svo sem kunnugt mun flestum — næringargildi jafn mikið og er í einu kg af byggi. Á síðari árum hafa menn komizt að raun um, að í fóðrinu þurfa einnig að vera mörg önnur efni ef fóðrið á að vera al- hliða. Þau efni, sem aðeins þurfa í ör- litlum mæli, köllum við SNEFILEFNI. Um þau fjallar þessi grein. Hvernig er hægt að vita hve mörg efni (frumefni) eru í líkama lifandi veru og hvernig er hægt að vita hve mikils hún þarfnast af hverju þeirra? Spurningin er eðlileg, því að nú á tím- um heyrum við svo mikið um efni, sem fyrr var aldrei á minnzt, en sagt er að séu lífs- nauðsynleg þó að enginn hafi áður vitað um tilveru þeirra. Um tilveru þe' sara efna verður alltaf vitað á þann hátt að efnagreina fóður, og á sama hátt er hægt að efnagreina líkami lifandi vera. Það er til dæmis hægt að brenna skrokk af skepnu. Við brunann fer meginmagn hans í reyk, en reykinn er hægt að einangra og efnagreina og leifarn- ar eftir brunann, þ. e. öskuna, er auðvitað hægt að taka til efnagreiningar. í öskunni finnst mest af hinum svonefndu steinefn- um, en í hópi þeirra má nefna: fosfór, kals- íum, kalíum, magníum, natríum. kóbolt, kopar, zink, járn, molybdan og fleiri. Viss steinefni geta orðið loftkennd við háan hita og geta því horfið við bruna. í beinunum er me:t magn steinefnanna og flest þeirra eru þar, og nokkrir mikils- verðir þættir til þess að mynda stoðvefi líkamans. Þau steinefni, sem mikið er af, eru á erlendum málum nefnd makróefni, en hin, sem finnast í örlitlum mæli, eru aftur á móti nefnd míkróefni, og mætti á íslenzku nefna hin fyrri meginefni. en hin snefilefni. Síðara heitið mun hafa fengið viðurkenningu meðal nýyrða. Um það bil 65—70% af fosfór- og kalsí- ummagni því, sem i líkamanum er, finnst í ösku beinanna þegar þau eru efnagreind. Meginmagn kalksins er þar að finna og fosfórinn að nokkru, svo og magníum. Nú er það svo, að engin skörp skil eru á milli meginefna og snefilefna og einkum gætir lítið mismunar þessa ef skoðuð eru sérstaklega viss líffæri,sem ef til vill geyma því nær allt það magn snefilefnis, sem finnst í skrokk skepnunnar. Þetta á t. d. við um ioð, sem miög mikði er af í einu líf- færi — skialdkirtlinum — en finnst varla annarsstaðar. Flúr er snefilefni, sem finnst svo að segja eingöngu í glerungi tannanna. Selen finn t varla nema í nýrum, járn er að yfirgnæíandi magni í blóðinu og kopar i lifrinni. Hvaðan koma snefilefnin? Allt sem er ósýnilegt er forvitnilegt. Svo er og um þessi efni, sem ekki verða séð i skepnunni né í umhverfi hennar, en þurfa fcó alltaf að flytjast henni og hún að nær- ast af þeim, ef heilsa og þróttur á að vera í lagi, að ekki sé talað um ef hún á að gefa afurðir. Það gildir nú raunar bæði um meginefni og snefilefni, að tilfærslan verður að vera stöðug ef ekki á illa að fara. Þetta þekkja menn nú orðið bæði í jurta- og dýraríkinu og reyna að haga athöfnum með tilliti til þe s, að lífverurnar fái nægju sína á hverj- um tima, og þess er þörf ef ekki á illa að fara, það vita menn nú. Fyrr á tímum gerðu hinir og þessir kvillar sín stundum vart, sem ekkert varð við ráðið af því að menn höfðu ekki hugmynd um hvað gera skyldi, — þekktu þá ekki undanfara kvill- ans. Má vel vera að þetta sé svo þann dag í dag, því að alltaf koma ný og ný sannandi í dagsljósið og mönnum verður kleift að ráða á bót þar sem forsendur finnast. Á verksviði búfjárræktarmannsins —

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.