Freyr - 01.03.1965, Page 12
ið, að hér sé um að ræða það sem nefnt er
á erlendum málum „antagónismi“, en
mætti kalla gagnverkanda á íslenzku.
í þessu sambandi má einnig nefna selen,
sem er nauðsynlegt snefilefni, en aðeins
þarf hreina smámuni af svo að eitrun geti
valdið bæði hjá hestum og nautpeningi, og
kemur fram sem vanheilindi í hári, hófum
og klaufum. Rannsóknir fara nú fram er-
lendis á kvillum í svínum og hænsnum, er
beina athygli að selen í fóðri, sem or aka
vissa kvilla í lifur, vöðvum og beinum. Svo
virðist sem eitthvert samband sé á milli
selen og E-vitamíns í fóðri.
Jafnvægi nauösynlegt
Þegar á það er drepið hér að framan, að
varhugavert sé fyrir einstaklinga að afla
sér þessa eða him snefilefnis, svona af
handahófi eða eftir ályktun, er bezt að
staðfesta þessi ummæli með því að undir-
strika þá staðreynd, að svo virðist í hví-
vetna, að allsstaðar sé eitthvert jafnvægi,
sem hljóti að vera ráðandi milli magns
hinna einstöku efna, milli meginefna og
snefilefna í fóðrinu.Líkamar lifandi skepna
Tilkynning frá
Búnaðarbanka Islands
Umsóknir um lán úr Stofnlánadelld landbúnað-
arins vegna framkvæmda á árinu 1965 skulu hafa
borizt bankanum fyrir 15. marz n.k. Umsókn skal
fylgja umsögn héraðsráðunautar, skýrsla um rekstr-
araðstöðu og framkvæmdaþörf og veðbókarvottorð.
Umsóknir um lán til dráttarvélakaupa og rækt-
unar skulu hafa borizt fyrir sama tíma.
Lánsloforð, sem veitt voru á árinu 1964, falla úr
gildi 15. marz, hafi vottorð byggingarfulltrúa um
bygginguna eigi borizt bankanum fyrir þann tíma
eða endurnýjuð beiðni um að fá lánið á þessu
ári. Enga frekari skýrslugerð þarf með slíkum end-
urnýjunarbeiðnum.
Skjöl, sem bankanunt hafa borizt, vegna fram-
kvæmda á árinu 1964, sem ekki voru veitt láns-
loforð um á því ári, mun verða litið á sem láns-
umsóknir á þessu ári.
Búnaðarbanki íslands
og lífsöfl þeirra geta að vissu marki haft
vald á magninu innbyrðis, en aðeins að
vissu marki, og það er enginn vafi, að því
meiri kröfur sem gerðar eru til afurðagetu
einstaklinganna þeim mun torveldara er
skepnunni að stjórna þeim lífeðlisatriðum,
sem lúta að jafnvægisfærslu á þessu sviði.
Án snefilefnanna er ekki hægt að vera,
en það er líka hægt að ofnota þau og
stundum auðvelt. Og að selja slík efni í
blöndum með bætiefnum af einu eða öðru
tagi, sem máske eiga rétt á sér við fóðrun-
arskilyrði og fóðrun hjá öðrum þjóðum,
getur við aðrar kringumstæður verið, svo
sem t. d. hér á landi, með öllu óforsvaran-
legt. Eins og gerist meðal annarra
þjóða getur og verið rétt og sjálfsagt að
benda á, að hér er hægt að fara inn á villi-
götur. Steinefni eru næringarefni, það er
rétt og þau eru ómissandi í öllu fóðri, en
hvenær fóðrið, sem bændur hafa handa á
milli, vantar eitt eða annað snefilefni eða
meginefni frá sviði málma og málmleys-
ingja, það verður naumast vitað með á-
gizkunum einum.
G.