Freyr

Volume

Freyr - 01.03.1965, Page 18

Freyr - 01.03.1965, Page 18
Myndvefnaður úr íslenzkri ull í opinberar byggingar Halldóra Bjamadóttir, á Blönduósi, er heiðurs- félagi Búnaðarfélags íslands. Þá raaklegu viður- kenningu hefur hún hlotið fyrir frammistöðu sína í heimilisiðnaðarmálum og öðrum menn- ingarmálum um langa ævi. Hér á eftir birtist tillaga hennar um listvefnað til skreytingar í Bændahöllinni og öðrum opinberum bygging- .... Eigum við ekki að ganga fram fyrir skjöldu og láta vefa eitt lystilegt veggteppi úr íslenzkri ull, til að skreyta með sali eða anddyri Bændahallarinnar? Væri það ekki vel til fallið? Um kostnað talar maður ekki, hann yrði sem krækiber í ámu. Þetta yrði virðing mikil Höllinni, listinni og ullinni, ef vel tækist. Og nú vill svo vel til, að hér á meðal vor er kona, sem kann myndvefnað til fulln- ustu. Listmálari, Vigdís Kristjánsdóttir, Laugavegi 80 í Reykjavík, á vefstól einn mikinn, þann eina hérlendis, sem tekur yf- ir svo stóran vefnað, sem hér um ræðir. Vigdís hefur um fjölda ára stundað myndvefnað, utan lands og innan, notið hinnar beztu menntunar í erlendum lista- skólum, kynnt sér listasögu fslands ræki- lega og hefur kennt listina hérlendis. Vigdís hefur sýnt hve fær hún er í list sinni, með handbragðinu á veggteppinu mikla, sem hún óf fyrir samtök reykvískra kvenna: „Ingólfur Arnarson og Hall- veig taka land í Reykjavík." kunnáttu virðist þér geta orðið á í mess- unni, ekki síður en mér, þar sem þú marg- faldar 2905x600 og færð út kr. 174.300.00. Broslegt, eða hvað? Á höfuðdaginn 1964. Benedikt Björnsson. Umræðum þessurn er hérmeð lokið. — Ritstj. Myndin sómir sér ágætlega í borgar- stjórnarsal Reykjavíkur og var einnig til sýnis á listasýningunni í Reykjavík í sum- ar. Það hefur tíðkazt nokkuð hin seinni ár, að listamenn hafa skreytt sali stórbygg- inga í höfuðstaðnum. Er það mjög listinni og málurunum til virðingar og eflingar. Hví ekki eins vefnaðurinn, sem sameinar málaralistina og handbragðið? Ekki svo að skilja, að við íslendingar höfum ekki átt listvefnað fyrr og síðar, í kirkjum vorum og í heimahúsum, innan lands og utan. Og útsaum eigum við, — fullkomlega á borð við aðrar þjóðir — úr íslenzkri ull. Togið er þar fremst í flokki, glansandi, eins og silki í vefnaði, knipli og útsaum. Má í því sambandi minnast listar frá vorum dögum þar sem er Þórdís Egilsdótt- ir, húsfreyja á ísafirði, ættuð úr Árnes- sýslu. Hún kunni vel að fara með tog og þel, einnig litun, eins og fólk austur þar. Þórdís lék sér að því — með húsmóður- störfum — að hannyrða tvö listaverk sem hlutu landsfrægð, ef ekki heimsfrægð: Baðstofuna, með 200 litum, og Burstabœinn, með heyvinnu á túninu. Væri ekki gaman að stækka þessi lista- verk í vefnaði, eða önnur í álíka anda og koma þeim upp í höllinni okkar? Halldóra Bjarnadóttir.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.