Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1968, Qupperneq 5

Freyr - 01.06.1968, Qupperneq 5
FREYR BÚNAÐARBLAÐ nr. 11—12 júní 1968. 64. árgangur Útgefendur: BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS STÉTTARSAMBAND BÆNDA Útgófustjórn: HINAR ÓLAFSSON HALLDÓR PÁLSSON PÁLMI EINARSSON Ritstjórn: GÍSLI KRISTJÁNSSON (óbyrgðarmaðurj ÓLI VALUR HANSSON Heimilisfang: PÓSTHÓLF 3 90, REYKJAVÍK BÆNDAHÖLLIN, R EYKJAVÍ K Áskriftarverð kr. 250 árgangurinn Ritstjórn, innheimta, afgreiSsla og auglýsingar: Bœndahöllinni, Reykjavík — Sími 19200 PrentsmiSja Jóns Helgasonar Reykjavík — Sími 38740 EFNI: Hœgri umferð Frá Stéttarsambandi bœnda Júgurbólgurannsóknir Þróun og stefnur í nautgriparœkt Magníumskortur Litamerking búfjár Búnaðarþing 1 968 Oflun vetrarfóðurs og gildistap Áburður og kraftfóður Mjólkurframleiðslan 1 967 Kjötframleiðslan 1967 Bœkur Vírussjúkdómar á jurtum Bréf til mjólkurframleiðenda Fréttir Útlönd Molar Hægri umferð Um allar aldir íslands byggðar hefur það engu máli skipt hvort vikið var til hægri eða vinstri þegar menn mætt- ust á förnum vegi. Nóg var rýmið og hraðinn svo lítill, að þannig mátti ferð ráðast, sem hagkvæmast þótti. Nú er öldin önnur. Það er nú orðið eins nauðsynlegt fyrir okkur og aðra, í þéttbýlum löndum, að hafa fastar umferðareglur og haga okkur samkvœmt þeim. Hraði samgöngutœkjanna er orðinn það mikill, að brýn nauð- syn er að fylgja föstum reglum. Raunar höfum við haft þær og ýmsir fylgt þeim um allmörg undanfarin ár en of margir haft þær að engu. Vinstri umferðareglur hafa verið í gildi, eins og í nokkrum fleiri löndum heims- ins. Nú þykir viðeigandi að breyta til og víkja til hægri, og vera þanniig í báti með yfirgnæfandi meiri hluta heimsbyggðar. Um allan heim er hœgri umferð í lofti. Hið sama gildir á sjó. Nokkrar þjóðir hafa haft vinstri umferðareglur gildandi á landi, en fleiri og fleiri breyta til hœgri umferðar og efalaust verður öll heimsbyggðin háð þeim reglum innan tíðar. Þann 26. maí var hér skipt um frá vinstri til hægri. Svo er sagt, að breytingin kosti okkur milli 60 — 70 milljónir króna. Breytingar á Ijósmerkjum, vegamótum, vegamerkingum og svo á ökutækjum, hafa þennan kostn- að í för með sér. Það var árið 1940 að fyrst var ákveðið, að hér skyldi breytt til hægri umferðarreglna, en koma Breta í upphafi síðustu styrjaldar truflaði. Þá hefði breytingin kostað smámuni. Þegar þetta hefti FREYs nær til lesendanna er hægri umferð gengin í gildi. Reynslan ein sker úr um hversu til tekst við breytinguna, en að henni fenginni getum við heimsótt aðrar þjóðir og þœr okkur án þess að þurfa að breyta hátterni í umferðinni og þar með sneiða hjá vanda og vá, sem því hefur verið samfara, að skipta skyndilega um reglu í umferð. Slys og dauðsföll hafa verið algeng þar sem skipta hefur þurft umferðareglum við landamæri með öndvert fyrirkomulag. Með breyt- ingu til H-umferðar, eins og þetta er nefnt, ætti umferða- vandamálum okkar að vera beint til betri hátta í sam- skiptunum við umheiminn. Þá er landleiðin orðin sam- ferða lofts og lagar reglum. Þá erum við orðin traustari hlekkur í umferðakeðju alheimsins en verið hefur. — G. F R E Y R 231

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.