Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1968, Page 8

Freyr - 01.06.1968, Page 8
aðar í kjölfar nýafstaðinnar gengis- breytingar. Af þessum ástæðum öllum eru þegar miklir fjárhagserfiðleikar hjá mörgum bœndum og munu þó fara vaxandi þegar líður fram á sumarið og það er augljóst nú þegar, að hætta er á, að allstór hluti bændastéttarinn- ar geti ekki keypt áburð á komandi vori. Af því kynni að leiða, að sá hluti stéttarinn- ar myndi flosna upp og flytja til þéttbýlis- íns og keppa um vinnu og húsnæði þar. Og myndi slík þróun vafalaust auka á vanda- mál, sem fyrir eru á því sviði. Fyrirsjáanlegt er að útflutningsuppbœt- ur þær, sem ríkissjóður greiðir á útfluttar landbúnaðarvörur skv. 12. gr. laga nr. 101 frá 8. des. 1966, duga ekki til að framleið- endur búvöru fái fullt verðlagsgrundvall- arverð á yfirstandandi ári og vantar veru- lega mikið á það. Til viðbótar við aðrar og áðurgreindar ástæður munu bœndur verða fyrir verulegu fjárhagstjóni af þessum sök- um. fíukafundur Stéttarsambands bænda í vetur samþykkti tillögur til úrlausnar á fjárhagserfiðleikum bœnda og sendast þær hér með, svo og skýrsla Hagstofu íslands um tekjuskiptingu atvinnustéttanna árið 1966. Stjórn Stéttarsambandsins óskar þess, að þingflokkarnir taki höndum saman um að finna þá lausn, sem tryggir, að kjör bænda verði ekki að mun lakari en annarra stétta, t. d. með fjárstuðningi af fé úr ríkissjóði til að létta af bændum halla af birgðum út- flutningsvara, sem til voru s. I. haust og tryggja bændum úrskurðað verðlagsgrund- vallarverð á þessu ári um leið og aðrar til- lögur Stéttarsambandsins yrðu teknar til vinsamlegrar yfirvegunar. En til að reyna að draga úr óhagkvæmri framleiðslu búvara eftirleiðis verði lög- bundnar heimildir til handa Framleiðslu- ráði landbúnaðarins t. d. um: 1. Að draga úr framleiðslu búvöru í þéttbýli með því t. d. að greiða ekki útflutningsbætur til þeirra framleið- enda. En þesir framleiða nú ca. 7 — 10% kindakjötsins. 2. Að heimilt verði að skammta kjarn- fóður og skattleggja óhóflega notkun þess eða skattleggja allt kjarnfóður og nota féð til verðjöfnunar eða ýmis konar hagræðingar við búvörufram- leiðsluna. Að sjálfsögðu er stjórn Stéttarsambands bænda reiðubúin að ræða þessi mál við fulltrúa þingflokkanna og taka nýjar hug- myndir um lausn vandans til yfirvegunar. Nauðsynlegt er að fá svör þingflokkanna við erindi þessu sem allra fyrst. Með tilvísun til aðgerða Alþingis í vetur til stuðnings sjávarútveginum í þrenging- um þeim, sem hann á við að etja, svo og yfirlýsingar, sem gefin var við lausn ný- afstaðinna verkfalla, um almenna aðstoð atvinnuvegina, teljum við ekki ósann- gjarnt að komið verði til móts við landbúnaðinn nú til lausnar á erfið- leikum hans. * * * Svar hefur borizt frá Framsóknar- flokknum og Sjálfstæðisflokknum og fara þau hér á eftir: Reykjavík 10. apríl 1968 Bréf stjórnar Stéttarsambands bænda, dags. 29. marz, var rœtt á fundi í þingflokki Framsóknarmanna 2. apríl. Ákveðið var að snúa sér þegar til hinna þingflokkanna með ósk um sameiginlega aðstoð þeirra til úrlausnar á fjárhagserfiðleikum bænda- stéttarinnar. Óskað var svars hið allra fyrsta, þar sem augljóst væri að málið þyldi nálega enga bið og finna þyrfti úr- ræði fyrir þingslit. Alþýðubandalagið tjáði sig reiðubúið til viðræðna. En Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkutúnn höfnuðu málaleitan Framsóknarflokksins með bréfum, dags. 8. og 9. apríl. Þingflokkur Framsóknarmanna ákvað þá að undirbúa frumvarp, sem lagt verður fyr- ir Alþingi þegar að loknu páskahléi. 234 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.