Freyr - 01.06.1968, Page 9
Virðingarfyllst,
F. h. þingflokks Framsóknarmanna
Eysteinn Jónsson.
Reykjavík 9. apríl 1968
Bréf stjórnar Stéttarsambands bœnda,
dags. 29. marz s. I., barst mér í hendur hinn
2. apríl s. I., og var þar lagt fyrir nœsta
fund í þingflokki Sjálfstæðismanna, sem
haldinn var hinn 8. apríl s. I. Fundarmenn
voru sammála um, að sú málsmeðferð, sem
stungið er upp á í bréfi dags. 29. marz, muni
ekki auðvelda lausn þeirra vandamála
bænda, sem þar um ræðir, enda er stjórn
Stéttairsambands bænda í sambandi við
ríkisstjórnina um þau, og ríkisstjórnin mun
að sjálfsögðu veita þeim þá afgreiðslu, sem
efni standa til og þingfylgi er fyrir.
Bjarni Benediktsson.
* * *
Eins og fram kemur í þessum bréfum
er engin samstaða hjá þingflokkunum um
úrræði, er létt gætu erfiðleika bænda.
Það er staðreynd, að verulegar upphæð-
ir vantar til þess, að óhjákvæmilegur út-
flutningur fáist greiddur á grundvallar-
verði. Verði engar ráðstafanir gerðar fá
þeir, sem síðast flytja út, engar útflutnings.
uppbætur eða, sem er öllu líklegra, það
verður ekki flutt út meira af vörum en það,
sem útflutnings uppbæturnar hrökkva til,
en það sem framyfir er verður látið safn-
ast fyrir og mundi það koma mjög misjafn-
lega við bændur.
Framleiðsluráð landbúnaðarins taldi
sér skylt, samkv. 2. gr. í lögum nr. 101, 8.
desember 1966 um Framleiðsluráð land-
búnaðarins, verðskráningu, verðmiðlun og
sölu á landbúnaðarvörum o. fl. að ákveða
verðjöfnunargjöld á kjöti og mjólk til að
jafna hallanum á milli bænda.
2. gr.
Aðalverkefni framleiðsluráðs (auk þess sem um
ræðir í 1. gr.) eru:
1. að fylgjast með framleiðslu, sölu og vinnslu
landbúnaðarvara;
2. að stuðla að eflingu landbúnaðarframleiðsl-
unnar í samstarfi við Búnaðarfélag íslands, svo
að hún fullnægi, eftir því sem kostur er á, þörf-
um þjóðarinnar;
3. að stuðla að umbótum á vinnslu og meðferð
varanna;
4. að vinna að aukinni hagnýtingu markaða fyrir
þessar vörur utan lands og innan;
5. að vinna að því að beina framleiðslu landbún-
aðarins að þeim framleiðslugreinum, sem land-
búnaðinum eru hagfelldastar og samrýmast
bezt þörfum þjóðarinnar á hverjum tíma.
í því skyni heimilast Framleiðsluráði land-
búnaðarins:
a. Að ákveða mismunandi hátt útborgunarverð
til framleiðenda eftir árstímum og innheimta
verðjöfnunargjald af innveginni mjólk.
b. Að ráðstafa því fé, sem fást kann í verðjöfn-
unarsjóð, samkv. a-Iið, til verðuppbóta til
viðbótar því fé, sem greitt er úr ríkissjóði
samkv. 12. gr.
Gjöld þau, sem um ræðir samkv. a-lið, hafa
ekki áhrif á útsöluverð Iandbúnaðarvara til
neytenda;
6. að ákveða verðmiðlun á kindakjöti, mjólk og
mjólkurvörum samkvæmt fyrirmælum laga
þessara;
7. að ákveða mjólkursölusvæði samkvæmt lög-
um þessum;
8. að verðskrá landbúnaðarvörur í einstökum
atriðum á grundvelli verðákvarðana samkvæmt
6. og 7. gr., enda sé sú verðskráning samþykkt
af Sexmannanefnd.
Var því ákveðið að taka kr. 3.00 pr. kg
dilka- og geldfjárkjöts, sem tekið var á
móti í sláturhús s. 1. haust, 1.50 kr. pr kg
ærkjöts og verðjöfnunargjald af mjólk var
hækkað úr 15 aurum í 28 aura á lítra frá
1. janúar s.l.
Auk þess, sem framangreinir, voru gerð-
ar nokkrar ráðstafanir til birgðasöfnunar
og skipulagningar á vinnslu mjólkur í
mjólkurbúunum með tilliti til þess hvað
nú er hagkvæmast að flytja út af mjólkur-
vörum.
Verðjöfnun þessi mun verka til lækkunar
á endanlegu verði til bænda í uppgjöri af-
urðaverðsins fyrir yfirstandandi ár, að ó-
breyttum aðstæðum.
F R E Y R
235