Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1968, Page 13

Freyr - 01.06.1968, Page 13
agalactiae-smit í 18 júgurhlutum og Staf. aureus-smit í 39 júgurhlutum. Við einhverju nýsmiti mátti alltaf búast þar eð minnst ein vika leið frá því að mjólkursýni voru send til fyrri rannsóknar og þar til niðurstaða henn- ar var ljós og læknisaðgerðir gátu hafist. 2. Við seinni rannsókn voru ennfremur send til rannsóknar mjólkursýni úr öðrum kúm en þeim, er voru með í fyrri rannsókn. Hannsókn þeirra leiddi í ljós Str.agalactiae-smit í 7 júgurhlut- um og Staf.aureus-smit í 10 júgurhlut- um. Rannsóknarstofan framkvæmdi á öllum hreinræktuðum júgurbólgugerlum næmis- próf gegn einni tegund súlfalyfja og 7 teg- undum fúkalyfja og var bændum í öllum tilvikum ráðlagt að nota þau lyf, sem gerl- arnir, hverju sinni, voru næmastir fyrir. Mér telst til, að tala næmisprófa hafi ver- ið samtals á árinu 504, en þær rannsóknir hófust ekki fyrr en í apríl. Þessi árangur í baráttu við júgurbólgu verður að teljast óvenju góður á ekki lengri tíma og ætti að örfa til frekari átaka. Ef læknisaðgerðum væri haldið áfram eftir aðra rannsókn eða fleiri slíkar, eftir því sem þurfa þykir, mundi enn vera hægt að bæta þann árangur. Vitað er, að með penicillíni á að vera hægt að útrýma Str. agalactiae-smiti ef alúð er sýnd og einskis látið ófreistað í því verki. Staf.aureus-smit er mun erfiðara að sigrast á, þar sem reynsla erlendis sýnir vaxandi ónæmi þeirra gegn nú þekktum júgurbólgu- lyfjum. Þá vaxa fram sérstakir stofnar þeirra, sem ónæmir eru og geta því hindr- unarlaust breiðst út í fjósum, ef ekki er sýnd sérstök aðgætni við mjaltir og sótt- hreinsun. Ég vona að þessar júgurbólgurannsóknir á fyrsta ári verði til þess að skýra þessi mál og opna augu ábyrgra aðila fyrir út- breiðslu júgurbólgusmits í kúm og nauðsyn þess að efla þær rannsóknir svo sem kostur frekast leyfir, til hagsbóta fyrir mjólkur- framleiðendur og þjóðarheildina, en til þess þarf risaátak í skipulagningu, fræðslu og ríflegan stuðning ríkisvaldsins. Guðbr. E. Hlíðar, dýralæknir. F R E Y R 239

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.