Freyr

Árgangur

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 14

Freyr - 01.06.1968, Blaðsíða 14
ÓLAFUR E. STEFÁNSSON Þróun og stefnur f nautgriparækt Útdráttur úr útvarpserindum fluttum 1967 Hin ræktuðu nautgripakyn, sem kunnust eru í heiminum, hafa flest orðið til síðustu 200 árin. Er stöðugt unnið að því að rækta þau og bæta, og ný kyn eru mynduð 1 því skyni að sameina kosti hinna eldri, bæði til að nota þau hreinræktuð við ólík skilyrði og til einblendingsræktar. Nautgripir hafa frá aldaöðli verið notaðir á þrennan hátt aðallega: til mjólkurfram- leiðslu, kjötframleiðslu og dráttar, auk þess sem húðir hafa um langan aldur verið not- aðar til leðurgerðar. Þá má geta þess, að stór hluti búfjáráburðar fellur til við kúa- búskap, en sums staðar, svo sem í Indlandi, er skánin notuð til eldsneytis eins og sauða- tað hér á landi áður fyrr. Við ræktun nautgripa hefur annars vegar verið lögð áherzla á mjólkureiginleika og hins vegar á kjötframleiðslu. Hafa þannig verið mynduð mörg sérstök mjólkurkyn og sérstök holdakyn, en stundum er stefnt að því í ræktuninni að sameina þessa eigin- leika í einu og sama kyninu. Að sjálfsögðu voru það bændur, sem í öndverðu hófu ræktunarstarfið og haft hafa það með höndum æ síðan. Fljótlega mynd- uðu þeir þó samtök til eflingar ræktuninni, oft sérstakt félag um ræktun hvers kyns, og réðu sérstaka búfjárræktarmenn til ráðu- neytis. Þessi þróun hefur orðið í ríkari mæli eftir því sem þekking í fóðurfræði, erfða- fræði og tækni hefur vaxið. Eðlilega hefur starfsemi þessi mótazt af viðhorfi bænda til hagkvæmrar framleiðslu við þær aðstæður, Ólafur E. Stefánsson. sem þeir hafa búið við á hverjum stað og tíma. Á það og við með framfarir á öðrum sviðum landbúnaðar og búvöruframleiðslu. I nútímaþjóðfélagi eru örar breytingar á flestum sviðum, og framleiðendur búvöru þurfa eins og aðrir að taka tillit til þeirra og haga framleiðslu sinni með tilliti til nýrra viðhorfa. Vinsældir ákveðinna vöru- tegunda breytast, t. d. eftirspurn á hinum ýmsu flokkum nautakjöts, og bændur þurfa meir en áður var að haga fram- leiðslunní í samræmi við þær eftir því, sem aðstæður leyfa. Með sívaxandi aðstoð ríkis og sveitarfélaga við að auka félagslegt öryggi, velferð og mennt- un, eykst víða um lönd íhlutun ríkis- ins og áhrif á efnahagslíf og framleiðslu. Þetta gildir um stefnur í landbúnaði sem öðrum atvinnugreinum, og getur ríkisvald- ið beint eða óbeint haft áhrif á það, hvaða búvörur eru framleiddar og í hve ríkum mæli, einkum gagnvart verzlun milli landa. Nærtæk dæmi um þetta eru frá Banda- ríkjunum og þá ekki síður í sambandi við Efnahagsbandalag Evrópu. Af því, sem nú hefur verið sagt, er ljóst, að bændur víða um lönd þurfa nú að taka tillit til fleiri atriða en áður og beina fram- leiðsluháttum inn á þá braut að geta á sem skemmstum tíma aðhæft hana breyttum viðhorfum. Fagmenn landbúnaðarins eru hér til aðstoðar hver á sínu sviði. En hversu veigamikil atriði, sem stefnur 240 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.