Freyr

Volume

Freyr - 01.06.1968, Page 15

Freyr - 01.06.1968, Page 15
í búvöruframleiðslunni og nákvæmni í allri framkvæmd eru fyrir einstök lönd og hvern bónda og neytanda, þá eru þó aðrar skyldur í matvælaframleiðslunni mikilvægari, ef litið er á hana með þarfir allra jarðarbúa í huga. í því efni er talið, að nautgripiarækt hafi sérstöku hlutverki að gegna, bæði við að seðja þann hluta mannkynsins, sem van- nærður er, og auka fjölbreytni fæðunnar hjá þeim, sem búa við ónóga eggjahvítu og einhæft matarræði. Hvaða úrræði eru til þess að auka framleiðslu og afurðir hinna 987 milljóna nautgripa og buffalóa, sem á- ætlað er, að nú séu til í hinum ýmsu löndum heims, svo að hinar 3,3 billjónir manna geti neytt þessarar framleiðslu beint eða óbeint sem hluta í daglegri fæðu sinni? Nú kann að verða spurt, hvers vegna sé verið að tengja þessa einu búgrein sérstak- lega því, hvernig hægt sé að aiuka matvæla- framleiðslu í heiminum og gera fæðuna fjölbreyttari, og hvað við kemur vandamál- um landbúnaðar í þróuðum löndum, þá séu þau síður en svo einskorðuð við kjöt- og mjólkurframleiðslu af nautgripum. Þeir, sem þannig kunna að spyrja, hafa mikið til síns máls. Svín, alifuglar og sauðfé eru afar mikilvægar búgreinar í kjötframleiðslu margra landa. Einkum hefur alifuglarækt stóraukizt einn til tvo síðustu áratugina í Norður-Ameríku og ýmsum Evrópulöndum og alifuglakjöt orðið afar vinsælt. Uppistaðan í alifugla- og svínafóðri er þó kornfóður og annar sá jarðargróði, sem menn geta neytt beint, þótt einhæfur sé. í þeim löndum, þar sem bæta þarf úr mat- vælaskorti, er því þessi bústofn að vissu leyti í samkeppni við mannfólkið. Þessu er á annan veg háttað með grasbíti, einkum jórturdýrin, sem eru sérstaklega hæf til að nýta og nýta vel ýmsan jarðargróður, sem enn hefur ekki tekizt að nota til manneldis Á 19,-öld voru kynbætur skammt á veff komnar í flestum löndum. F R E Y R 241

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.