Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1968, Qupperneq 37

Freyr - 01.06.1968, Qupperneq 37
ið sem bezt og að velja þær aðferðir, er gefa bezta árangur. Þó ber að sjálfsögðu að líta á kostnaðinn einnig. Hirðingartap og kostnaður Taflan sýnir það ákveðið, að miklu minna tapast af næringarefnum við hraðþurrkun grassins en við aðrar aðferðir. Á hitt ber að líta um leið, að þetta er dýr aðferð, svo dýr, að vothey verður að mun ódýrara fóður en hið hraðþurrkaða. Hraðþurrkun hefur því ekki náð útbreiðslu nema í Sviss og Danmörku og flestir takmarka grasmjölsframleiðslu við það magn, sem þarf til böndunar í fóður handa hænsnum og svínum. í Bandaríkjum Ameríku er að vísu framleitt 1,24 milljónir tonna af grænmjöli árlega og reiknað er með að þetta aukizt og verði 1,9 milljónir lesta árið 1967. (miðað við 907 kg=:tonn). Nú er á það að líta, að kjarnfóðurnotk- un þar vestra er um 165 milljónir lesta á ári svo að grasmjölsframleiðslan er þar er ekki stór póstur, miðað við alla fóður- þörf. Samanburður á fóðurverkunaraðferð- um í Noregi, Sviss og Þýzkalandi, hefur sýnt, að hraðþurrkun er of dýr aðferð, miðað við einingarverð á þurrefni og orkumagni. Danir hafa komizt að raun um að hraðþurrkun er ódýrari aðferð en vot- heysgerð. Norskar tilraunir sanna, að hraðþurrkað fóður kostar 50—60 krónur norskar þegar hliðstæð næring í votheyi kostar aðeins 30 norskar krónur. Með komu sláttutætarans hafa öll skil- yrði til votheysgerðar breyzt mjög til hag- ræðis, ekki sízt síðan tekizt hefur að blanda maurasýru í grasið um leið og sleg- ið er. Þetta hefur leitt til mjög aukinnar votheysgerðar í Noregi. í úrkomusömum sveitum landsins er nú því nær allt græn- gresi til vetrarforða geymt sem vothey. Á þurrkasamari landssvæðum mun súg- þurrkun ná útbreiðslu. Að sama skapi mun hesjuþurrkun og vallþurrkun minnk- andi. Vestan hafs er viðleitni og tilraunir í gangi til þess að blanda saman gróffóðri og kraftfóðri og gera af eina allsherjar blöndu, þar sem kubbað gras eða grænfóð- ur (2—3 cm að lengd) er í blöndunni. Gerður hefur verið samanburður á slíkri blöndu sem þurru fóðri og sem vot- fóðri. Um þróun í því efni er vandi að spá, en eigi að nota slíka allsherjarblöndu sem einasta fóður má telja víst, að þannig verði fóðrið dýrara en þegar heimafengna gróffóðrið er notað og við það bætt kraft- fóðri eins og við á hverju sinni. F R E Y R 261

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.