Freyr - 01.06.1968, Side 43
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
Vírussjúkdómar I jurtum
Flestir kannast við ýmsa jurtasjúkdóma,
sem sveppir eða gerlar valda. En hvað eru
huldusýklar, öðru nafni vírus eða veira?
Það hafa reynzt vera eggjahvítu-agnir
(eggjahvítu mólikúl), svo örsmáar, að þær
sjást ekki í venjulegri smásjá, þó hún
stækki allt að þúsund sinnum. En hægt er
að sjá vírusagnir í rafsjá, sem getur stækk-
að 20 þúsund sinnum eða meir. Vírusagn-
irnar virðast í rauninni „dauðir hlutir“, a.
m. k. ekki lifandi í venjulegum skilningi.
En þær eru í safa jurtanna og geta með
honum borist frá einni jurt til annarrar og
valdið smitun.
Algengustu sjúkdómseinkennin eru þau
að blöð sýktra jurta, trjáa eða runna, verða
gulflekkótt, en milli flekkjanna, eða díl-
anna eru blöðin eðlilega græn. Hinir gulu
eða gulgrænu flekkir geta komið í Ijós hér
og hvar á blöðunum og oft án greinilegra
takmarka milli þeirra og hinna grænu
hluta blaðsins. Komið geta og fram óeðli-
lega dökkgrænir dílar, og líka ljósir eða
nærri hvítir, en það er fágætara. Blöð
blóma geta líka mislitast. Rákir, hrukkur
og jafnvel upphleyptar bólur koma í ljós
á sumum vírussjúkum jurtum, sbr. tigla-
veiki kartaflna og rákaveiki tómata ofl.
Bæði blöð og blóm geta og fengið óeðlilega
lögun og rírnað stórum. Sjúkdómurinn
dregur yfirleitt úr vexti plantnanna og
getur valdið mikilli uppskerurírnun, t. d.
kartaflna og tómata. Stundum geta fleiri
en ein tegund vírusa verið í sömu jurt.
Verða þá sjúkdómseinkennin all breyti-
leg og margvísleg. Á hinn bóginn getur
sama vírustegund lýst sér mjög á annan
hátt í einni jurtategund en annarri, svo
þetta er flókið mál. Einnig getur vírus ver-
ið í safa jurtanna án þess að nein glögg
einkenni sjáist. En þessi leyndi vírus getur
smitað engu að síður og kannski komið
greinilega í ljós á annarri jurtategund eða
afbrigði. Hægt er að finna a. m. k. sumar
tegundir vírusa með sérstökum rannsókn-
araðferðum á rannsóknarstofum.
Smitun og dreifing víruskvilla:
Hún getur farið fram á ýmsa vegu, t. d. í
sambandi við kynlausa fjölgun plantna. Ef
kartöflur undan smituðu grasi eru notaðar
til útsæðis, berst veikin með útsæðinu. Ef
tekin er grein (græðlingur) af sjúkri
plöntu og gróðursett, fylgir veikin með frá
móðurplöntunni. Sjaldan berst veikin með
fræi, en þó eru þess dæmi.
Eins og fyrr er getið, er smitefnið í safa
plantnanna. Er þá auðskilið að veikin get-
ur borist með verkfœrum og með höndum
manna, sem fást við jurtirnar. Uppskeru-
vélar stuðla t. d. verulega að útbreiðslu
tiglaveiki í kartöflum. Þegar tómatjurtir
eru klipptar og sniðnar til, er mikil hætta
á að vírus berist úr sjúkum jurtum í heil-
brigðar með klippum, hnífum og fingrum,
nema ýtrustu varfærni sé beitt. Smitefnið
heldur og lengi krafti sínum í dauðum
jurtahlutum, t. d. í tóbaki, og getur valdið
smitun.
Suma vírussjúkdóma bera skordýr, eink-
anlega blaðlýs, milli jurta. Blaðlýsnar
sjúga safa úr jurtunum og fara af einni
jurt yfir á aðra. Erlendis er algengt að blað-
lýs beri ýmsa vírussjúkdóma, t. d. hina ill-
ræmdu blaðvefjuveiki kartaflna. Reyna
F R E Y R
267