Freyr

Árgangur

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 49

Freyr - 01.09.1969, Blaðsíða 49
Auðæfi f heimshöfunum Hver hefur rétt til að hagnýta þau? Heimshöfin þekja 70 prósent af yfirborði hnattarins. Yfir hverju býr þetta geysi- mikla vatnsmagn? Nýbirt skýrsla samein- uðu þjóðanna svarar því: Bæði verulegu magni af málmum og miklu magni af dýr- um og gróðri sem ætti að gera mannkyninu fært að sækja miklu meira af lífsviðurværi sínu í greipar hafsins en þau 2—3 prósent sem nú eru sótt þangað. Tæknibyltingin er í þann veginn að leiða til betri hagnýting- ar á auðæfum hafsins. En hver á í rauninni þessar náttúruauðlindir? Þessari spurningu hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig orðið að velta fyrir sér upp á síðkastið. Eignarrétturinn kom til umræðu á fund- um Allsherjarþingsins 1967, þegar Malta lagði fram tillögu um, að Sameinuðu þjóð- irnar skyldu kanna, hvort hafsbotninn og landgrunnið utan núgildandi landhelgi yrðu með nokkru móti varðveitt til frið- samlegra þarfa eingöngu og hagnýtt í þágu alls mannkyns. Hafsbotninn er eina svæði jarðarinnar, sem ekki er hagnýtt á skynsamlegan hátt, enda þótt hann hafi að geyma geipimikið magn af málmum og öðrum auðlindum, í mörgum tilvikum langt fram yfir það sem þurrlendið hefur að geyma, sagði fulltrúi Möltu. Nútímatækni mun brátt gera mönn- um kleift að hagnýta þessi auðæfi með arð- vænlegum hætti. Fulltrúi Möltu benti á, að þá kynni að verða hætta á samkeppni þjóða um að leggja undir sig stór svæði af hafsbotnin- um og hægt væri, jafnvel með hervaldi, og ef til vill kynni að leiða af því geislavirka óhreinkun hafdjúpanna. Örfá voldug ríki gætu slegið eign sinni á auðæfin. Þetta yrði að koma í veg fyrir, þar sem heims- höfin og hafsbotninn væru eign alls mann- kyns. Um þetta varð Allsherjarþingið sammála og setti á laggirnar sérstaka nefnd — sem bæði ísland og Noregur eiga sæti í — í því skyni að leggja fyrir Allsherjarþingið 1969 álitsgerð um það, hvað sé gert og eigi að gera á þessum vettvangi. Nefndin hefur nú sett saman tvær rannsóknarnefndir, aðra til að fjalla um lögfræðilega hlið máls- ins, hina til að fjalla um tæknileg og efna- hagsleg vandamál. Ónotaðar auðlindir Jafnframt lagði Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna fram skýrslu um auðlindir hafs- ins. í skýrslunni segir, að verulegt magn af óunnum málmefnum sé bæði 1 klöppinni undir heimshöfunum, í meira eða minna 'ausum dreggjum á hafsbotni og uppleyst í sjónum. í klöppinni má finna olíu, kol, járn, dýra málma o. s. frv., en sennilega meira af efn- um sem eru skyld jarðmyndunum undir höfunum, svo sem króm, nikkel, kóbolt og platínu. Botndreggjarnar á miklu hafdýpi hafa fyrst og fremst að geyma fosfór og mangan. Að sjórinn hafi að geyma málmblöndur, hafa menn gert sér ljóst eftir að uppgötvað- ir voru „heitir blettir“ í hinu kyrrstæða botnsævi í Rauðahafi. Þeir reyndust hafa að geyma zink, kopar og önnur málmefni í allt að 50.000 sinnum þéttari blöndu en almennt gerist í sjó. Þörf er á verulega bættri tækni til að hægt sé að nýta með hagnaði auðlindirnar í höfunum. Það þarf frekari rannsóknir og betri jarðfræðiuppdrætti. Ennfremur bend- ir skýrslan á nauðsyn þess að gera sér ljósa grein fyrir réttarhlið málsins. Án slíkrar F R E Y R 363
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.