Freyr

Volume

Freyr - 01.09.1969, Page 49

Freyr - 01.09.1969, Page 49
Auðæfi f heimshöfunum Hver hefur rétt til að hagnýta þau? Heimshöfin þekja 70 prósent af yfirborði hnattarins. Yfir hverju býr þetta geysi- mikla vatnsmagn? Nýbirt skýrsla samein- uðu þjóðanna svarar því: Bæði verulegu magni af málmum og miklu magni af dýr- um og gróðri sem ætti að gera mannkyninu fært að sækja miklu meira af lífsviðurværi sínu í greipar hafsins en þau 2—3 prósent sem nú eru sótt þangað. Tæknibyltingin er í þann veginn að leiða til betri hagnýting- ar á auðæfum hafsins. En hver á í rauninni þessar náttúruauðlindir? Þessari spurningu hafa Sameinuðu þjóðirnar einnig orðið að velta fyrir sér upp á síðkastið. Eignarrétturinn kom til umræðu á fund- um Allsherjarþingsins 1967, þegar Malta lagði fram tillögu um, að Sameinuðu þjóð- irnar skyldu kanna, hvort hafsbotninn og landgrunnið utan núgildandi landhelgi yrðu með nokkru móti varðveitt til frið- samlegra þarfa eingöngu og hagnýtt í þágu alls mannkyns. Hafsbotninn er eina svæði jarðarinnar, sem ekki er hagnýtt á skynsamlegan hátt, enda þótt hann hafi að geyma geipimikið magn af málmum og öðrum auðlindum, í mörgum tilvikum langt fram yfir það sem þurrlendið hefur að geyma, sagði fulltrúi Möltu. Nútímatækni mun brátt gera mönn- um kleift að hagnýta þessi auðæfi með arð- vænlegum hætti. Fulltrúi Möltu benti á, að þá kynni að verða hætta á samkeppni þjóða um að leggja undir sig stór svæði af hafsbotnin- um og hægt væri, jafnvel með hervaldi, og ef til vill kynni að leiða af því geislavirka óhreinkun hafdjúpanna. Örfá voldug ríki gætu slegið eign sinni á auðæfin. Þetta yrði að koma í veg fyrir, þar sem heims- höfin og hafsbotninn væru eign alls mann- kyns. Um þetta varð Allsherjarþingið sammála og setti á laggirnar sérstaka nefnd — sem bæði ísland og Noregur eiga sæti í — í því skyni að leggja fyrir Allsherjarþingið 1969 álitsgerð um það, hvað sé gert og eigi að gera á þessum vettvangi. Nefndin hefur nú sett saman tvær rannsóknarnefndir, aðra til að fjalla um lögfræðilega hlið máls- ins, hina til að fjalla um tæknileg og efna- hagsleg vandamál. Ónotaðar auðlindir Jafnframt lagði Skrifstofa Sameinuðu þjóðanna fram skýrslu um auðlindir hafs- ins. í skýrslunni segir, að verulegt magn af óunnum málmefnum sé bæði 1 klöppinni undir heimshöfunum, í meira eða minna 'ausum dreggjum á hafsbotni og uppleyst í sjónum. í klöppinni má finna olíu, kol, járn, dýra málma o. s. frv., en sennilega meira af efn- um sem eru skyld jarðmyndunum undir höfunum, svo sem króm, nikkel, kóbolt og platínu. Botndreggjarnar á miklu hafdýpi hafa fyrst og fremst að geyma fosfór og mangan. Að sjórinn hafi að geyma málmblöndur, hafa menn gert sér ljóst eftir að uppgötvað- ir voru „heitir blettir“ í hinu kyrrstæða botnsævi í Rauðahafi. Þeir reyndust hafa að geyma zink, kopar og önnur málmefni í allt að 50.000 sinnum þéttari blöndu en almennt gerist í sjó. Þörf er á verulega bættri tækni til að hægt sé að nýta með hagnaði auðlindirnar í höfunum. Það þarf frekari rannsóknir og betri jarðfræðiuppdrætti. Ennfremur bend- ir skýrslan á nauðsyn þess að gera sér ljósa grein fyrir réttarhlið málsins. Án slíkrar F R E Y R 363

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.