Freyr

Árgangur

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 8

Freyr - 01.07.1971, Blaðsíða 8
sauðnautum og rituðu all gaumgæfilega um lifnaðarháttu þeirra. Eins og menn vita dvaldi V. S. lengi meðal eskimóa í Norður Kanada, lifði að þeirra háttum, hvað snerti mat og meðferð hans, húsaskjól, fatnað og áhöld. V. S. varð allra manna kunnugastur eskimóum, landi þeirra og dýralífi. Vilhjálmur Stefánsson varð fyrirmynd margra manna. Einn þeirra, sem fylgdi í fótspor hans, var bandaríkjamaðurinn John J. Teal, Jr., sem er nú, meðal annars, kennari við Ríkisháskólann í Fairbanks, Alaska. John Teal hefur unnið, og vinnur enn, stórmerkilegt starf, sem beinist að því að gera sauðnautahald að þýðingar- miklum atvinnuvegi í norðlægum löndum. Hugmynd Teals er sú, að með þessu móti megi stórbæta lífsafkomu eskimóanna og raunar allra annara, sem við þetta fengust, hvar sem svo væri. Að sama skapi yrði þetta til þess að vernda hin villtu sauðnaut frá tortímingu, sem annars vofði yfir þeim. Tala þeirra hafði mjög lækkað þegar Teal hóf starf sitt fyrir 15—20 árum. Þetta stafaði af ofveiðum, sem komu meðal annars til af því, að þegar eskimóar fengu rifla í hendur varð það þeim hægur vandi að skjóta niður heila hópa. Þannig vill til, að þegar hættu ber að höndum renna dýrin saman í hóp. Tarfarnir, sem eru vel hyrndir, skipa sér í hring í kring um kýrnar og yngri dýrin, setja hausinn undir sig og bíða árásarinnar, tilbúnir að tæta hvern þann í sundur, sem kemur of nærri. Þetta er prýðis vörn gegn úlfum, sem lengi voru aðalféndur sauðnautanna í Kanada, og jafnvel mönnum með frumstæð veiðitæki. En þetta er hins- vegar lítil vörn fyrir sauðnautin þegar þau horfast í augu við menn með byssur. Teal gat þess ekki alls fyrir löngu í ritgerð, að það hefði komið fyrir nýlega er hann og félagar hans voru á ferð í Norður-Kanada, til þess að handsama sauðnautakálfa, að hann hafði stokkið niður úr þyrlu rétt hjá sauðnautahóp. Er félagar hans nálguðust í ökutækjum, slógu dýrin varnar hring og varð Teal í miðju hans og fannst vel var- inn. Rannsóknir Teals hafa verið miklar og margvíslegar. Eitt af því fyrsta, sem hann gerði, var að setja upp bú í Huntington, í Vermontríki í Bandaríkjunum. Þangað flutti hann allmörg sauðnaut, sem hann og félagar hans handsömuðu í MacKenzie í Norður-Kanada árið 1954. Eitt af þessum fyrstu dýrum er enn á Huntington-bú- garðinum. Sauðnautin hafa þrifist vel í Vermont, nema að því leyti að bera vill á kálfadauða. Teal telur að þetta stafi af of miklum sumarhitum í Vermont, því þótt vetrar séu hér kaldir og t. d. mun kaldari en á íslandi, er sumarveðrátta töluvert heit. Þetta býli er eina 6—7 km frá þeim stað, þar sem við eigum heima sem stend- ur, og þar er enn að finna nokkur sauð- naut. Teal hefur því flutt sig frá Vermont norður á bóginn. Aðalstöðvar stofnunar þeirrar, sem hann hefur reist og er for- stöðumaður að, og kallast The Institute of Northern Agricultural Research eða, „Rannsóknarstofnun um norrænan land- búnað“ hefur aðalaðsetur sitt á Alaska. Þar er stærsta sauðnautahjörðin, sem er undir manna höndum. Aðrar hjarðir, á vegum stofnunarinnar, eru í Quebec-fylki í Kanada og í Norður-Noregi. Auk þess að hafa komið upp flokkum, sem eru hálfgerð húsdýr, hefur Teal handsamað sauðnaut er síðan hefur verið sleppt á stöðum þar sem þau voru útdauð, eða höfðu kannske ekki verið í mannaminnum. í bréfi til mín s. 1. desember getur Teal um stóra villta hjörð á Nunivak-eyjunni við strönd Alaska, þar sem dýrin eiga al- gjört friðland. Sömuleiðis bendir Teal á sauðnautahjörð á Svalbarða. Þessi dýr voru fengin með aðstoð Teals frá Austur- Grænlandi. Dýrin í Norður-Noregi eru frá sömu slóðum. ❖ * * í bréfaskiptum okkar J. T. kom það fram meðal annars, að loftslag og veðrátta á 288 F R E Y R

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.