Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1971, Page 10

Freyr - 01.07.1971, Page 10
á því að flytja hreindýr til þjóðgarðins til þess að gefa þeim aukið landrými. Þá segir svo í greinargerðinni: „ .... sömuleiðis væri skynsamlegt að gera nú að nýju til- raun með innflutning sauðnauta til þess- ara svæða. Þarna yrðu þessi dýr á afmörk- uðu, en víðáttumiklu svæði og gætu neytt gróðurs, sem engin skepna er til að neyta. Þarna myndu þessi dýr lifa í friði fyrir áreitni og skotgleði veiðimanna ...“ Þetta kemur algjörlega heim við mínar hugmyndir. Með friðun og vernd Hornstranda og norðurhluta Jökulfjarða, í þjóðgarði, myndu íslendingar eignazt einhvern stærsta og glæsilegasta þjóðgarð í Evrópu. Ekki aðeins það, heldur þjóðgarð, sem væri fyllilega sambærilegur við hina stórfelldu garða á Kyrrahafsströnd Alaska, Glacier Bay (Jökulfjörð) og Katami. Með inn- flutningi sauðnauta til Vestfjarða-þjóð- garðins, væri stórlega aukið við aðdráttar- afl og þýðingu garðsins. Þjóðgarðurinn á Vestfjörðum mundi verða hinn ákjósanlegasti staður fyrir ís- lenzk sauðnaut. Þar gætu þau hagvanist, aukið kyn sitt og orðið nýr og öruggur hlekkur í dýraríki landsins, öllum til á- nægju. Ekki aðeins það, heldur mætti síðar velja dýr úr þessari Vestfjarðahjörð til þess að koma upp sauðnautahópum, sem væru undir manna höndum, annars staðar á landinu. Þess háttar sauðnautahald gæti efalaust orðið einhver arðvænlegasti bú- skapur landsins. Teal benti á það í bréfi til mín, að stofn- un hans, „The Institute of Northern Agri- cultural Research “ hafi sannað, að sauð- nautabúskapur geti verið hátekju atvinnu- vegur. Þessu veldur verðmæti ullarinnar, sem kallast Qiviut. Teal segir ennfremur, að dýr á búgarðinum í Alaska skili um það bil 6 pundum af ull á ári. Úr þessu magni eru prjónaðir 22 treflar, sem hvor um sig seljist fyrir 50 dollara. Þó þessar Sauðnautskálfur af þeirri stærð, sem hæfileg er til flutninga á nýja staði. 290 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.