Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1971, Page 12

Freyr - 01.07.1971, Page 12
INGÓLFUR DAVÍÐSSON: ÍSLENZKAR EITURJURTIR I. Ferlaufasmári (Paris quadrifolia). Ferlaufasmári vex hér og hvar í hraun- gjótum, kjarri og urðum, þar sem skugga ber á, og er vitanlega enginn smári í raun og veru, heldur skyldur liljunum. Stöng- ullinn er uppréttur 15— 50 cm á hæð og ber 4 stór blöð í kransi á stöngulendanum. Sjá mynd. Stöku sinnurn eru blöðin fleiri eða færri. Blöðin eru ljósgræn, og gljáandi á neðra borði. Upp úr blaðkransinum vex 1 legglangt blóm grænleitt á lit eða gul- grænt. Egglegið rauðleitt. Aldinið er all- stórt, safamikið, dökkblátt ber, mjög eitr- að. Niðri í moldinni er langur, eitraður, láréttur jarðstöngull. Menn hafa löngum vitað að þetta er eiturjurt. Samkvæmt þjóðtrúnni var hægt að opna með henni lása, sbr. nafnið lásagras. II. Hættulegir sveppir. Til eru eitraðir sveppir á íslandi og ber að forðast þá Skal hér varað við ber- serkjasvepp, trefjahattsveppum og gras- drjólum. A. Berserkjasveppur (Amanita muscaria). Þetta er fremur stór, auðþekktur og mjög skrautlegur sveppur. Eftirlíking hans er seld sem jólaskraut. Hattur sveppsins kemur í ljós seinni hluta sumars og er mjög sérkennilegur, skarlatsrauður á lit, með hvítar vörtur eða hreisturbletti. Hann fölnar heldur með aldrinum og þá verður hinn hvelfdi hattur ögn flatari og jaðarinn brettist upp. Neyzla berserkjasvepps veld- ur svima og jafnvel ofsjónum og æði og oft slæmum höfuðverk eftir á. Grunur leikur á því, að sveppur þessi hafi stund- um til forna valdið berserksgangi á mönn- um, er t. d. neyttu hans fyrir bardaga. í Suður-Evrópu var hann notaður sem flugnaeitur. Þræðir sveppsins lifa í mold- inni, en ekki er víst að upp af þeim vaxi stafur með hatt á hverju sumri. Getur það verið orsök þess hve seint hann fannst með vissu hér á landi, þótt sennilega hafi hann verið hér til frá ómunatíð. Jockum Eggertsson sendi undirrituðum berserkja- svepp til ákvörðunar, vestan frá Bjarkar- lundi í Reykhólasveit, haustið 1958. Fregn- in var birt í blöðum sumarið eftir og Sturla Friðriksson erfðafræðingur skrifaði grein um sveppinn í Náttúrufræðinginn 1. hefti árið 1960. Tóku nú upplýsingar að berazt víða að. Kristinn Helgason kortagerðar- maður hafði tekið mynd af sveppnum í Bláskógum á Reykjaheiði haustið 1957, þar sem hann óx innan um beitilyng í birki- kjarri. Eyþór Einarsson grasafræðingur 292 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.