Freyr - 01.07.1971, Qupperneq 13
Berserkjasveppur.
fann berserkjasvepp í Vaglaskógi haustið
1956. Síðar fannst hann einnig á Austur-
landi t. a. m. í Egilsstaðaskógi og Hall-
ormsstaðaskógi. Helgi Hallgrímsson grasa-
fræðingur ritaði um sveppinn í Ársrit
Skógræktarfélags íslands árið 1964 og
telur hann allalgengan í Suður-Þingeyjar-
sýslu og á efri hluta Fljótsdalshéraðs og
víðar, t. a. m. Höfðahverfi við Eyjafjörð.
Vex hann í birkikjarri og fjalldrapamóum.
Seinna hefur berserkjasveppurinn einnig
fundizt í skóglendi nálægt Hreðavatni í
Borgarfirði og í Vífilsstaðahrauni og Set-
bergshlíð í nágrenni Hafnarfjarðar. Vex
hann sennilega viðar innan um birki og
fjalldrapa. Kemur varla í ljós fyrr en á
haustin að jafnaði og e. t. v. ekki öll ár á
hverjum stað. En sveppþræðirnir lifa í
moldinni. í skóglendi erlendis vaxa skyld-
ar, baneitraöar teyundir, t. a. m. „engill
dauðans“ (Amanita virosa), sem er smá-
vaxin sveppur, alhvítur að lit.
B. Trefjasveppir (Tnocybe).
Trefjasveppir eru fremur smávaxnir, auð-
kennilegir á því að yfirborð eða húð
sveppsins (þ. e. hattsins) er trefjakent,
þráðótt eða hreistrað. Ein slík tegund
(Inocybe fastigata) hefur fundist hér, t. a.
m. á Landakotstúni, og valdið eitrun.
Hatturinn er móleitur, situi’ á löngum staf
og er sérkennilega oddhjálmslaga. (Sjá
mynd). Vex aðallega í skóglendi og innan
um lyng. Getur borizt í garða. Hann er
hættulega eitraður, getur valdið sjóndepru
og jafnvel blindu. Ýmsii’ aðrir trefjasvepp-
ir eru og hættulegir. • Borðið engan svepp
nema þið séuð örugg að þekkja hann og
vitið að hann er skaðlaus!
C. Grasdrjólar eðe berserkjakorn
(Claviceps purpurea).
Grasdrjólar liða í axi ýmissa grastegunda
og mynda þar svarta, harða, íbogna duft-
drjóla eða korn. Verða hér stærstir í mel-
grasi, oft 2—3 cm á lengd og standa út úr
axinu. (Sjá mynd). Grasdrjólar eru mjög
eitraðir og geta valdið svima, ógleði, sjón-
depru eða jafnvel blindu, og stundum hálf-
gerðu æði. Drjólar úr melgrasi hafa valdið
eitrunum hér á landi og mega alls ekki
lenda í munni. Fyrrum voru rúgdrjólar
allalgengir á kornökrum erlendis og lentu
í mjölinu þegar kornið var malað. Olli
slíkt rúgmjöl hættulegri eitrun. Nú er út-
sæðiskorn sótthreinsað gegn þessum o. fl.
sveppum, áður en því er sáð. En ekki má
nota sótthreinsað útsæðiskorn til matar.
FREVR
293