Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.07.1971, Qupperneq 15

Freyr - 01.07.1971, Qupperneq 15
TORSTEN STORGÁRDS: Um íæduvalið TORSTEN STORGARDS er að uppruna finnskur og var orðinn prófessor í heima- landi sínu þegar Svíar kölluðu hann til þess að gegna prófessorsembætti hjá sér fyrir mörgum árum. Auk kennslu stjórnar hann mjólkur- og' kjötrannsóknum á Rannsóknar- stofnuninni í Kávlinge. Hann er talinn einn fremsti vísindamaður á sínu sviði, sem nú er starfandi og hefur unnið og verið ráðgefandi hjá WHO. (World Helth Organisation). Eftir- farandi er útdráttur úr erindi, sem hann flutti á ráðstefnu í Stockhólmi í marz s. 1. Matvenjur fólks á fyrri öldum voru að sjálfsögðu háðar því hvers þjóðirnar gátu aflað. Þar sem akuryrkja var mikil skipuðu korntegundirnar öndvegi á matseðli fólks- ins, en þar sem veiðar voru stundaðar var kjöt og blóð landdýra uppistaðan í fæðu fólksins, en við sjávarsíðuna fiskur og fisk- meti eða afurðir sjávarspendýra þar sem þeirra var völ. Fæða úr dýraríkinu var misjafnlega auð- fengin á ýmsum tímum árs og varð því að nota ýmsar geymsluaðferðir til þess að vernda afurðirnar frá eyðileggingu. Sér- staklega var vandi að geyma próteinvöru til langframa og var það löngum helzta að- ferðin að þurrka eða súrsa hana. Stundum var grænmeti geymt í spendýravömbum, sem hengdar voru upp svo að þær skorpn- uðu utan um innihaldið. Á veturna var vandinn minni á norðlægum slóðum, þá var auðvelt að frysta vöruna. Meðal frumþjóðanna var matvælasöfnun úr dýraríkinu aígengust og auðveldust. Við sjávarsíðuna var meginmagn fisksins þurrkað. Síðar, þegar akuryrkja varð út- breidd, varð minna um öflun próteins og fitu úr dýraríkinu en jurtafæða algengari. Þá var grautur, brauð og öl hversdagsfæða víða um lönd. Það hafa mannfræðirann- sóknir sýnt, að á því skeiði náði fólkið ekki miklum líkamsþroska. Fyrir um það bil 100 árum varð mjólk og mjólkurmatur algeng- ari fæða en áður hafði gerzt um Norðurálfu og hefur til þessa verið haft í hávegum enda er líkamsstærð og hreysti fólks nú meiri en á kolvetnaskeiðinu. í Finnlandi í Finnlandi hafa svipptivindar manneldis- viðhorfanna ekki hindrað, að fólkið neytir injólkur og iðnaðarvöru úr mjólk í stærra mæli en flestir ef ekki allir aðrir í heimin- um og er það vel, en í Svíþjóð er þetta á annan veg. Þar skeði það fyrir skömmu, að læknar létu þá yfirlýsingu frá sér fara, að nýmjólk sé heilsuspillandi og aðeins vert að neyta undanrennu. Og auðvitað minnk- aði nýmjólkurneyzla stórlega. Finnar hafa reynt um langt skeið, að það er mjólkin, sem sér fyrir vitamínum, próteini, söltum og fitu. Að kolvetnasambönd mjólkurinnar eru sérlega holl fæða vita færri en skyldi. í henni eru sykurtegundir, sem ekki eru til í nokkurri annarri fæðu, en þær hafa sína mikilsverðu þýðingu fyrir gerlagróður rist- ilsins og að nokkru er það þeim að þakka hve vitamínin nýtast vel, og yfirleitt eðli- leg ristilstarfsemi þeim að þakka. Það er alþekkt, að ýmsir þola ekki nýmjólk en þeim er sýrð mjólk hrein heilsulind. Auk margra góðra eiginleika mjólkur, í næringu fólksins, er þó kalklind hennar ef til vill allra mikilvægust. Það hefur að vísu um skeið sézt á prenti, að kalk mjólkurinn- ar valdi æðakölkun, sem auðvitað er ein regin-fjarstæða. Og þegar gömlu fólki er ráðlagt að drekka ekki mjólk sökum þess að hún sé því ekki holl, er það önnur vit- leysan til. FIEH 295

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.