Freyr - 01.07.1971, Síða 26
í ljós kom, að votheysturninn að Laugar-
dælum, sem var öllu verr farinn fyrir mál-
un, hafði ekki verið í notkun þennan vetur.
Votheysturninn að Ölvesholti hafði aftur
á móti verið í notkun allan veturinn, og
var hann því vandlega skoðaður. Kom
fljótt í ljós, að þeir fletir, sem málaðir
höfðu verið með EPOXY-BIKI, skáru sig
algjörlega frá öðrum prófum. Voru þessir
fletir að mestu hreinir og að öllu ó-
skemmdir eftir veturinn, meðan fletir, sem
málaðir höfðu verið með LÍNOLÍU, MÚR-
BINDI og ÞYKKHÚÐ (klórkátsjúk) voru
huldir myglugróðri og höfðu að miklu og
verulegu leyti misst yfirborðsfestu. Kom
mönnum saman um, að á grundvelli þess-
ara tilraunaniðurstaðna væri tryggast að
mæla með EPOXY-BIKI á g'arnla votheys-
turna sem nýja, enda staðfestir reynsla sú,
sem fengin er annars staðar, þessar nið-
urstöður (Björk í Sandvíkurhreppi 2 ár,
Esjuberg á Kjalarnesi um 5 ár). Ekki var
í fljótu bragði unnt að sjá mun á endingu,
hvort málaðar voru tvær umferðir með
EPOXY-BIKI, eða fyiri umferðin með
MÚRBINDI og seinni umferðin með EP-
OXY-BIKI.
Erfitt er að áætla efnismagn á m2 við
málun votheysturna, enda er það mjög háð
grófleika veggjanna. Ef um sléttan flöt er
að ræða má áætla 0,33 ltr. pr. m2 (nýr
grófhúðaður múr), en ef um mjög grófan
flöt er að ræða, getur efnisnotkun hæglega
farið í 1,25 ltr. pr. m2 (sbr. votheysturn
að Laugardælum), hvort tveggja miðað
við tvær umferðir. Samsvarar þetta efnis-
notkun, sem nemur frá kr. 73.00 til kr. 275.
00 pr. m2, allt eftir grófleika flatanna, mið-
að við núverandi verksmiðjuverð án sölu-
skatts. Sem dæmi má taka votheysturninn
að Ölvesholti. Á hann fóru 0,9 ltr. EP-
OXY-BIK pr. m2, sem samsvarar um kr.
200.00 pr. ms í tvær umferðir. Með því að
grunna fyrst með MÚRBINDI, fóru um
0.65 ltr. af MÚRBINDI í fyrri umferð, sem
samsvarar kr. 45.00 pr m2, en um 0.5 ltr.
EPOXY-BIK í seinni umferð, sem sam-
svara kr. 110.00 pr. m2 eða samtals kr.
155.00 pr. m2. Á þessu má sjá, að það reyn-
ist um 30% dýrara að nota EPOXY-BIK í
báðar umferðir, heldur en að mála með
MÚRBINDI í fyrri umferð og EPOXY-
BIKI í þeirri seinni. Þá var í fljótu bragði
engan mun að sjá á endingu þessara
tveggja aðferða eftir veturinn.
Nokkuð var rætt um hreinsun votheys-
turna undir málun, en hreinsunin virðist
tímafrek og mjög dýr (kr. 225.00 m2).
Þótti sennilegt, að háþrýstivatnsúðun
myndi auðvelda hreinsunina, auk þess sem
hún er tiltölulega einföld í framkvæmd.
Þykir rétt að benda á þessa aðferð, ef hún
gæti lækkað kostnaðinn.
Að loknum þessum hugleiðingum, og að
fenginni reynslu mætti ráðleggja eftirfar-
andi aðferð við málun votheysturna:
1. umferð: Mála með EPOXY-BIKI,
þynntu, í um 5 m hæð.
2. umferð: Mála seinni umferð með
EPOXY-BIKI aðeins í um 2,5 m hæð.
Með þessu móti er efniskostnaður á mál-
aðan flöt að meðaltali kr. 150.00 pr. m2,
og ætti þessi aðferð að gefa fullnægjandi
vörn.
Þessar upplýsingar eru samkvæmt okkar
beztu þekkingu í dag, en við vonumst til
að geta, með góðri samvinnu við bændur,
aukið verulega reynslu okkar á þessu sviði
á komandi árum.
Virðingarfyllst,
MÁLNING hf.
í 1 11 ni m |
1
- * --4-~A--L Ju
306
F R E Y R