Freyr

Volume

Freyr - 01.07.1971, Page 30

Freyr - 01.07.1971, Page 30
M°L AR Smjörfjöll lækka S'vo sem margsinnis hefur verið sagt frá í blöðum og öðrum fjö1ímiðlunartækjum, hefur offramleiðsla á smjöri verið veruleg um mörg undanfarin ár og svokölluð smjörfjöll hlaðizt upp. Nu virðist sú þróun stöðnuð að mestu eða öllu leyti, því að framleiðslan fer minnkandi og neyz!- an vaxandi. Þannig lækka fjöllin á hinum ýmsu upphleðslustöðvum. OECD greinir frá því í skýrslum síðustu mán- aða, að nú sé enginn vandi lengur um varðveizlu smjörbirgðanna þar, sem þær voru mestar til skamms tíma. í svo að segja öllum smjörfram- leiðslulöndum hefur framleiðslan minnkað á síð- ustu mánuðum ársins 1970 og það sem af er þessu ári. Einkum gildir það í Finnlandi, Danmörku, Sviss og Irlandi og einnig í Kanada og Nýja Sjálandi, en hið síðastnefnda hefur um áraraðir verið stórfelldur útflytjandi smjörs og smjörið þaðan hefur að verulegu leyti ráðið markaðsverð- inu í Evrópu. Danir eru stöðugt að fækka bæði mjólkurbúum og slát- urhúsum. Einu sinni voru rjómabúa og mjólkur- stöðvar þar um 900 en nú eru þau talin vera 524. Fyrir svo sem 20 árum voru sláturhús þar í landi svo mörg, að hundruðum skipti. Árið 1967 voru félagssláturhús 62 en nú aðeins 31. BÆNDUR! Munið pöntunarlista HHHHHHHl )M|fnBtlHHHMIItMMMMtttltlHHHflHtHlHHIH JtlMtMIHtHtl ^^QBlVmilHH'HtHHHMHllX^^Blltlllttlllllll. «HMHttiHMtij MBWhI jMaapgjSBfHoMiHtttttHtttii ..........^^^^^^^^^^IMltMMHHMM HHMIMMHMtH MMMIMMIIMM IIIMIHHMIMM IIMMIMIMMI* lllttllltlMM* ...................................IMMMMM* luiiiiiiiiiliittiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiii"' Ylræktarnámskeið í lok janúar sl. efndi Garðyrkufélag Borgarfjarð- ar, sem er félagsskapur ylræktarbænda, til 5 daga námskeiðs í gróðurhúsagarðyrkju. Á námskeiðinu héldu garðyrkjuráðunautar Búnaðarfélags íslands, ásamt Daða Ágústssyni, framkvæmdarstjóra Ljós- tæknifélags íslands, erindi um margvíslega þætti ylræktar, s. s. um ljósgjafa og hagnýta lýsingu í gróðurhúsum, moldarblöndur fyrir uppeldi, upp- eldi á garðplöntum, vaxtarþætti plantna m. m. Ennfremur hélt Bjarni Arason erindi um um- hverfisvandamál og mengun, og sýndi norska kvikmynd, en hann var nýkominn úr námsdvöl í Noregi, þar sem hann hafði kynnt sér viðhorf Norðmanna til þessara mála. Námskeiðið var mjög vel sótt, en það var eumpart haldið í félagsheimil- unum að Brún og Logalandi, og á heimilum yl- ræktarbænda. BÆNDUR Höfum óvallf til FÓÐURÍLÁT, tvœr stœrðir, BRYNNINGARTÆKI FYRIR HÆNSNI. Blikksmiðja Breiðfjörðs hf. Sigtúni 7. Sími 25000. AUGLÝSING UM VERÐLAUN FYFIR UNNA REFI OG MINKA. 1 marzmánuði sl. var samþykkt á Alþingi að hœkka verðlaun við dýravinnslu sem hér segir: Refir utan grenja (hlaupadýr) .... kr. 1.100,00 Fullorðin grendýr ................. — 700,00 Yrðlingar ............................ — 300,00 Minkar, hvolpar og fullorðin dýr — 700,00 Veiðistjóri. 310 F R E Y R

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.