Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 7
Jarðræktarhefð endurvakin
Ræktunarfélag Norðurlands hefur minnst
áttatíu ára afmælis síns með myndarlegri dag-
skrá á Akureyri nú í þessum mánuði. Það var
upphaflega félagsskapur bænda um að efla
rannsóknir í þágu landbúnaðar á Norður-
landi. Forystumenn Ræktunarfélags Norður-
lands settu sér allt frá upphafi sérstakt hlut-
verk, þ. e. „að gera vísindalegar tilraunir og
útbreiða þekkingu meðal almennings og leiða
vísindin inn á heimili hvers einstaka jarð-
yrkjumanns á Norðurlandi“ svo að vitnað sé í
orð Páls Briem, fyrsta formanns Rf.Nl. í
Ársriti félagsins árið 1903.
Jarðræktarhefð sú, sem bundin var að
nokkru við akuryrkju á landinu, fyrstu aldir
eftir landnám, týndist á 15. öld þegar
kornrækt lagðist hér af, en þjóðin varðveitti
minningar um jarðyrkjuna í sögum, sögnum
og örnefnum.
Tilraunir landstjórnarinnar við Eyrarsund
og nytsemisstefnumanna á 18. öld til þess að
fitja að nýju upp á jarðyrkju hér á landi voru
að vísu veikburða en þær boðuðu nýja tíma.
í Evrópustríðinu í byrjun 19. aldar jókst
garðrækt til muna hér á landi og enn á ný í
góðærum um miðbik aldarinnar. Um þær
mundir halda nokkrir gáfaðir og framfara-
sinnaðir sveitapiltar utan til náms og vinnu við
landbúnað í nágrannalöndunum. Feir báru
heim með sér nýja þekkingu og ferskar hug-
sjónir. Ólafsdalskóli Torfa Bjarnasonar og
bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri og
Eiðum taka að brautskrá búfræðinga sem
dreifast út um sveitirnar. Um það leyti var
verið að stofna búnaðarfélögin í landinu og
sóttust þau mörg hver, eftir búfræðingum til
jarðbótavinnu hjá bændum.
En framfarir voru afar hægfara, vegna þess
að verkkunnátta var enn ónóg, tæknin ókom-
in og síðast en ekki síst vantaði hér rótgróna
hefð og fræðilegan grundvöll fyrir jarðrækt.
Útlend búfræði átti hér ekki við nema að
nokkru leyti því að hún var upprunnin úr
öðrum löndum með annað náttúrufar. Hér
varð því að gera tilraunir í landinu á vísinda-
legum grundvelli. Vakandi menn um þessi
mál litu til frændþjóðanna eftir fyrirmyndum
að tilraunastarfsemi í landbúnaöi. Tilraunir í
jarðyrkju voru mönnum þá efst í huga, en
langur tími áttu eftir að líða uns búfjárræktar-
tilraunir hæfust hér á landi. Búnaðarfélag
íslands stofnaði Gróðrarstöðina í Reykjavík
árið 1900. Þar voru gerðar tilraunir með
garðjurtir, fóðurjurtir og kornrækt. Norð-
lendingar fylgdu fast á eftir og stofnuðu
Ræktunarfélag Norðurlands árið 1903.
Gróðrarstöð þess á Akureyri tók til starfa á
sama ári.
Ræktunarfélag Norðurlands naut þess að til
forystu í því valdist í upphafi óvenju valin-
kunnur hópur manna og norðlenskir bændur
skipuðu sér þétt að baki þeim, sem sést best al'
því að á stofnfundinum 11. júní 1903 voru
skrásettir félagsmenn 553.
Sá sem þetta ritar minnist þess að meðal
fastra punkta er hann fór að skynja tilveruna
var skrautlegt innrammað ævifélagaskjal frá
Ræktunarfélagi Norðurlands hangandi á
heiðursstað yfir rúmi afa hans og víst er um
það, að félagið naut virðingar og vinsælda á
Norðurlandi.
í sögu þessa félags hafa skipst á skin og
skúrir. Um tíma lá við sjálft að það yrði lagt
niður. Svo fór þó ekki sem betur fór. Verkið
var hafið að nýju, félagið valdi sér ný verk að
vinna, norðlenskum landbúnaði til gagns og
blessunar.
Ræktunarfélag Norðurlands hefur nú tekið
tilraunastöðina á Möðruvöllum á leigu, og
snýr sér á ný af krafti að tilraunastarfsemi og
rannsóknarstofa félagsins á Akureyri þjónar
norðlenskum bændum með því að efnagreina
jarðvegs- og heysýni frá þeim.
Búnaðarsamböndin á Norðurlandi mynda
Ræktunarfélagið. Starf félagsins er nú grósku-
meira en nokkru sinni. Forystumenn þess
hafa aldrei misst sjónar á upprunalegu mark-
miði, og félagið hefur með átta áratuga starfi
átt drjúgan þátt í því að hefja til vegs nýja
jarðræktarmenningu á íslandi.