Freyr - 15.06.1983, Page 9
selunum kennt um. Fráleitt er að
gleypa við öllum sögusögnum, líka
þeim sem stimplaðar eru „vísindi"
þegar svo þykir henta.
Eru hringormar í öllum selum?
Er ekki sín sníkjudýrategundin í
hverri selategund, rétt eins og er á
tegundum fugla og á tegundum
landdýra? Eins og allir ættu að
vita, er svo með sníkjudýr hvort
heldur er innvortis eða útvortis,
að sín lúsin og sinn ormurinn er á
hverri tegundinni.
Þetta verður að vera alveg á
hreinu, svo að landselnum sé ekki
kennt um sníkjudýr sem lifir í útsel
— eða öfugt.
Þótt bændur eigi skýlausan rétt
varðandi selina, verða þeir að
gæta hófs og fjölga sel ekki ótak-
markað. Slíkt væri ein tegund rán-
yrkju, hliðstætt ofbeit. Nú sækja
fiskimenn og fiskiðjumenn fast að
selnum og að rétti bænda. Nú er
það bændanna að varðveita allan
sinn rétt, en um leið að mæta
sanngjörnum kröfum gagnaðilans
með þeirri lipurð, að leitt geti til
sátta og þeirrar lausnar sem yrði
beggja hagur.
Svínabændur áhyggjufullir vegna birgðasöfnunar á svínakjöti
Frá aðalfundi Svínarœklarfélags íslands 1983. Við háborðið laldir frá vinslri: Hörður
Harðarson, Laxárdal; Guðbrandur Brynjólfsson, Brúarlandi; Arni Möller, Þórustöð-
um, formaður, og Halldór Krislinsson. (Ljósm. A.G.).
Aðalfundur Svínaræktarfélags ís-
lands var haldinn laugardaginn 30.
apríl sl. Fundinn sátu um 20 fé-
lagsmenn auk nokkurra gesta.
Árni Möller formaður félagsins
setti fundinn og skýrði frá helstu
málum sem unnið hafði verið að á
vegum félagsins á síðastliðnu ári.
Þar má fyrst nefna verðlagsmálin,
en stjórn félagsins hefur veg og
vanda af verðlagningu á svína-
kjöti. Frá 1. mars 1982 og fram til
1. mars 1983 hækkaði svínakjöt
um 78,5%, sem var nokkuð um-
fram almennar verðhækkanir í
landinu.
Félagið fékk eina milljón króna
úr Kjarnfóðursjóði til að verja í
byggingu rannsóknahúss á
Keldnaholti, en þar verða hafnar
ýmsar fóðurtilraunir þegar lokið
er við húsið.
Þá lýsti Árni þróun svínaræktar-
innar á síðastliðnu ári og taldi nú
svo komið að horfur væru á of-
framleiðslu svínakjöts.
Fullorðnum svínum fjölgaði um
384 á síðastliðnu ári. Nú eru þau
1923, en árið 1979 voru það 1500.
Það virðist vera nokkuð hæfilegur
fjöldi að hafa 1600—1700 fullorð-
in svín í landinu, svo að jafnvægi
sé á markaðnum.
Ingi Tryggvason formaður
Stéttarsambands bænda ávarpaði
fundinn og ræddi aðallega um
samvinnu sérgreinafélaganna við
Stéttarsambandið og gat þess að á
vegum Stéttarsambandsins starf-
aði Guðmundur Stefánsson bún-
aðarhagfræðingur sem hefði sér-
staklega verið ráðinn til að annast
tengsl milli þessara félaga og
Stéttarsambandsins.
Pétur Sigtryggsson svínaræktar-
ráðunautur gerði grein fyrir
skýrsluhaldi í svínaræktinni og
hvern árangur það hefur borið.
Á fundinum kom fram tillaga
þess eðlis að tekið yrði upp sam-
starf við Framleiðsluráð landbún-
aðarins um framleiðslustjórnun.
Sú tillaga var felld með litlum
atkvæðamun.
Þá var samþykkt á fundinum að
stjórn félagsins tæki upp viðræður
við afurðasölufélögin um þann
vanda, sem nú blasir við vegna
bir^ðasöfnunar á svínakjöti.
I landinu eru nú 95 bændur með
svín, þar af eru 46 með 10 gyltur
eða fleiri. Það eru 5 bú með fleiri
en 100 gyltur. Stærsta búið á
landinu er með 266 gyltur, næst
eru tvö bú hvort um sig með 150
gyltur.
U.Þ.L.
FREYR — 457