Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 15.06.1983, Qupperneq 12

Freyr - 15.06.1983, Qupperneq 12
Byggakur í tilraunastöð Ræklunarfélagsins. Jakob Karlsson. tímar og ríkið veitti meira fé til tilraunanna. Skipulag Ræktunarfélagsins. Ræktunarfélagið var framan af fé- lag 500—600 áhugamanna í Norð- lendingafjórðungi. Þeir greiddu félagsgjöld og mynduðu deildir eftir hreppum. Með lagabreyting- um 1910 urðu hreppabúnaðarfé- lögin á svæðinu öll meðlimir Ræktunarfélagsins. Búfróðir menn í þjónustu félagsins mældu jarðbætur félagsmanna og leið- beindu um landbúnað. Var Rækt- unarfélagið þá orðið tvíþætt: bún- aðarsamband og tilraunastofnun. Eftir setningu jarðræktarlaganna 1923 voru fljótlega stofnuð sér- sambönd. Búnaðarsambönd á Norðurlandi voru stofnuð á árun- um 1927 til 1932 og varð Ræktun- arfélagið þá aftur félag einstakl- inga. Unt nokkurt árabil eða til 1938 birtu búnaðarsamböndin skýrslur um starfsemi sína í Ársriti Rf. Á þessum tíma voru fáar fé- lagsdeildir starfandi, nema Akur- eyrardeildin og bláþráður á teng- slum við bændur nema í gegnum Ársritið. Ekki var þó slakað á klónni með tilraunastarfsemina, hitt var fremur að hún væri aukin. Hafði félagið tekjur af tilrauna- stöðinni og kúabúi, sem það átti og rak á Galtalæk skammt frá Gróðrastöðinni svo og af árlegum styrk frá Búnaðarfélagi íslands. ræktun gulrófnafræs, tilraunir gerðar nreð kartöflur og safnað innlendu grasfræi. Tilraunastöðin hlaut fljótlega nafnið Gróðrar- stöðin í munni manna. Með tíman- um reisti Ræktunarfélagið þar hús sem enn standa. Sigurður Sigurðsson sat á Hól- um á vetrum sem skólastjóri bændaskólans þar, en bjó á Akur- eyri á sumrin og skipulagði til- raunir og hafði jafnframt nem- endur sína frá Hólum í verknámi í Gróðrarstöðinni. Verkstjóri fé- lagsins stjórnaði daglegri vinnu, en skrifstofumaður þess sá um bókhald og vörusölu. Á þessum fyrstu árum voru gerðar áburðar-, garðræktar-, grasræktar-, kornyrkju- og trjá- ræktartilraunir og var þá lagður sá Ólafur Jónsson. grundvöllur að þeirri tilrauna- starfsemi, sem félagið rak síðar. Næstu þrettán árin eru alls fjór- ir framkvæmdastjórar, fyrst Jakob Líndal í sex ár en síðan Sigurður Baldvinsson, Einar J. Reynis og Ingintar Óskarsson. Árið 1924 kom Ólafur Jónsson að félaginu sem framkvæmdastjóri og var hann í þjónustu þess í rúma fjóra áratugi. Tilraunastarfseminni hafði hnignað, m. a. vegna fjár- skorts, og varð það hlutverk Ólafs að konta henni aftur á réttan kjöl, og það gerði hann af forsjá og kunnáttu. Ólafur var afkastamað- ur mikill og áhugasamur og hélt á rnarga lund inn á nýjar brautir f tilraunastarfi landbúnaðarins. Hann efldi mjög tilraunastarfsemi félagsins enda voru nú breyttir Sigurður E. Hlíðar. 460 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.