Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 14

Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 14
Egill Bjarnason. Helgi Jónasson. arráðunautar voru starfandi hér á landi. Á tilraunastöðinni var fyrstu árin kennd jarðrækt, garðyrkja og skógrækt á námskeiðum sem stóðu um mánaðartíma að vorinu. Var sú kennsla að nokkru leyti tengd Bændaskólanum á Hólum sem áður var getið. Þessi nám- skeið sóttu bæði piltar og stúlkur. Síðar skipaði garðræktin aðalsess á námskeiðunum og sóttu þau þá einkum stúlkur. Félagið réði garðyrkjukonu árið 1915 til að sjá um blóma- og matjurtarækt, Guðrúnu Þ. Björnsdóttur frá Veðramóti, þá Jónu M. Stefánsdóttur frá Sökku og um tíma Svövu Skaftadóttur. Ársritið — sígilt rit um íslenskan landbúnað. Ársrit Ræktunarfélagsins hóf göngu sína þegar 1904 og hefur komið út síðan, einstöku sinnum annað hvert ár, og á tímabili nokkur hefti á ári. Þar er að finna nákvæmar heimildir um starfsemi félagsins, en jafnframt einhverjar gleggstu og samfelldustu tilrauna- skýrslur sem birst hafa á íslensku. Ritið hefur einnig flutt fræðigrein- ar um landbúnað, náttúrufræði, sveitalíf og íslensk menningar- og félagsmál. Ársritið er hvort tveggja: eitt elsta tímarit á landinu og eitt hið merkasta sérfræðitíma- rit á íslensku. Framan af árum meðan jarð- yrkjuverkfæri voru lítt þekkt hér á landi rak nauður Ræktunarfélagið til að versla með þá vöru því að hún fékkst þá ekki í verslunum. Útvegaði félagið mönnum þessi tæki eftir pöntunum, jafnt hesta- verkfæri sem handverkfæri. Félag- ið verslaði einnig með sáðvörur og tilbúinn áburð og var um árabil eini aðilinn utan Reykjavíkur sem útvegaði bændum þær vörur. Hnignun og endurreisn. Eftir að Ræktunarfélagið hætti að reka tilraunastöðina 1946, dróst starfsemi þess mjög saman sem fyrr sagði og árið 1963 seldi félag- ið ríkinu Gróðrarstöðina. Þótt Ársritið kæmi út sem áður og áfram væri haldið búnaðarfræðslu með fyrirlestrarhaldi og umræðu- fundum eftir því sem tækifæri gafst þótti forystumönnum félags- ins þetta ekki nægjanlegt við- fangsefni og vildu leita annarra verkefna er meira væru á sviði upphaflegrar stefnuskrár félags- ins. Réðst Ræktunarfélagið þá í það árið 1963 að stofnsetja efna- rannsóknarstofu á Akureyri er skyldi vinna að jarðvegs-, áburð- ar- og fóðurrannsóknum á félags- svæðinu. Varði félagið til þess hluta af eignum sínum. en auk þess studdu norðlensku búnaðar- samböndin og kaupfélögin og Samband íslenskra samvinnufé- Ævarr Hjartarson. laga stofnunina með fjárfram- lögum. Hér var hafinn nýr og merkur þáttur í starfsemi fé- lagsins. Jóhannes Sigvaldason, licentiat, velmenntaður sérfræðingur var ráðinn til að veita hinni nýju stofu forstöðu. Hún tók til starfa vorið 1965 sem sjálfstæð stofnun undir stjórn Ræktunarfélagsins og heitir Rannsóknarstofa Norðurlands. Mikilvægustu viðfangsefni hennar eru greiningar heysýna og jarð- vegssýna af Norðurlandi og víðar. Rannsóknarstofan hefur nú starf- að í tæp 20 ár og er athyglisvert hversu vel bændur hafa kunnað að meta þjónustu hennar. Þórarinn Lárusson, M.Sc. fóð- urfræðingur kom í þjónustu fé- lagsins árið 1970. Hann hefur haft á hendi ráðgjöf í sérgrein sinni og umsjón með heysýnarannsóknum. Þegar Jóhannes Sigvaldason lét af framkvæmdastjórn hjá félaginu 1981, tók Þórarinn við af honum. Bjarni Guðleifsson, licentiat, er í hlutastarfi og stjórnar nú jarð- vegsrannsóknum stofnunarinnar. Sjá viðtal á öðrum stað hér í blaðinu við þá félaga. Þegar Ræktunarfélag Norður- lands var stofnað og hóf tilraunir í Gróðrarstöðinni var slík starfsemi nær óþekkt í landinu. Fáir gerðu sér grein fyrir gildi vísindarann- sókna fyrir landbúnað. Félagið setti sér þegar í upphafi það mark- 462 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.