Freyr - 15.06.1983, Side 17
Kal í nýrœkt í Þúfum í Óslandshlíd í Skagafirði í júní 1981. (Ljósm. Bjarni
Guðleifsson).
Þú hefur unnið við kalrannsóknir
áður?
Já, ég hef unnið við það áður,
bæði erlendis og hérlendis, en
ekki hérlendis sem aðalverkefni
fyrr. Nú erum við að koma upp
aðstöðu á Möðruvöllum til þess að
vinna að þessu skipulegar en áður.
Á Möðruvöllum er rannsóknar-
stofa þar sem við hyggjumst
frysta og svella grös og prófa
þannig þol þeirra, bæði svellþol og
frostþol. Það er mikilvægt við
jurtakynbætur að geta valið úr þá
stofna sem þolnastir eru. Eg held
að þolið sé sá eiginleiki túngrasa
sem skiptir mestu máli. Aðrir
eiginleikar skipta minna máli.
Viltu segja okkurfrá rannsóknum
þínum á vetrarþoli íslenskra
túngrasa?
Ég hef mælt þol mismunandi teg-
unda og stofna grasa erlendis, þar
sem aðstaðan er fyrir hendi, t. d.
hef ég mælt þol hjá snarrótar-
punti, beringspunti og vallarfox-
grasi. Frostþol og svellþol þessara
grasa má lesa af ineðfylgjandi
töflu. Þetta eru hlutir, sem hafa
ekki verið mældir áður. Aðstaða
til svona mælinga verður fyrir
hendi á Möðruvöllum á næstunni.
Við erum búnir að fá frystikistur
og tæki og erum að koma þessu
upp þar út frá. Við teljum að
svellþolið skipti mestu hér á
Norðurlandi a. m. k. Erlendis er
frostþolið mikilvægara því að þar
reynir meira á þann eiginleika.
Enn er að geta eiginleika sem
kallaður er rotþol, gagnvart rot-
sveppum.
Ég nefndi áður að miklu skipti
fyrir kynbætur grasa að geta mælt
þol þeirra, en áhrif sláttar, beitar,
áburðar, þjöppunar jarðvegs o. fl.
á þol grasa eru líka þýðingarmikil.
Hingað til hefur það valdið okkur
vandkvæðum að við höfum verið
að reyna við þessar tilraunir úti
undir beru lofti, en hlákur á vet-
urna hafa ónýtt fyrir okkur til-
raunirnar. Við ráðum ekki við ytri
aðstæður, en þarna í rannsókna-
stofunni á Möðruvöllum ættum
við að geta unnið markvissara að
verkefninu.
Þetta er sameiginlegt verkefni
Rannsóknastofunar landbúnaðar-
ins og Ræktunarfélagsins.
J.J.D.
Formenn Ræktunarfélags Norðurlands:
Páll Brienr, amtmaður, 1903—1904.
Stefán Stefánsson, skólameistari, 1904—1921.
Sigurður E. Hlíðar, yfirdýralæknir, 1921—1943.
Jakob Karlsson, kaupmaður, 1943—1952.
Steindór Steindórsson, skólameistari, 1952—1971.
Jóhannes Sigvaldason, ráðunautur. 1971—1972.
Jónas Kristjánsson, mjólkursamlagstjóri, 1972—1973.
Egill Bjarnason, ráðunautur, 1973 og síðan.
FREYR — 465