Freyr - 15.06.1983, Blaðsíða 22
%o (Promille)
25
Linurit 4.
Selta mæld á mismunandi dýpi i Lóni i Kelduhverfi á árinu
1982. Línuritin gefa til kynna seltu á 2, 4, 6 og 8 m dýpi á mis-
munandi timum ársins.
8 m
6 m
4 m
2 m
A \
/ \ \
' \ v
\ \
\
\ '
/
/
N S\ \
\ / ' ' '
\/
s \
y \
/
/
i v >
'' /
\/ /
/
\ ''
\
/ NX /
/ \ /
\ /
/ \ /
/ V/
/
/
\ /
\ /
\ /
\ /
\/
/
\ /
janúar lebruar mars april mai júni
Línurit 4 er fengið með sýnatöku 1—2 i mánuði.
júli agust september október nóvember desember
12°—16°C, en yfirborðslagiö er
8°—9°C. Yfir veturinn er hitastig
mjög háð lofthita og verður kæl-
ingin í frostum mest á 1—3 m dýpi
og kólnar þá yfirborðið oft niður
undir 0°C, og einstaka sinnum
hefur hitastig mælst mjög lágt eftir
langvarandi frostakafla og nálgast
hættumörk.
Selta.
Á línuriti 4 má sjá seltu mælda á
mismunandi dýpi í Innra-Lóni (2,
4, 6 og 8 m dýpi) á árinu 1982.
Ljóst er að selta í Innra-Lóni er
vaxandi á árinu 1982. sé miðað við
næstu ár á undan. (Sjá grein Ingi-
mars Jóhannssonar, 3. tbl. Ægis
1982.). Einkum eru það þrjú at-
riði, sem geta haft áhrif í þessu
sambandi.
1. Landris.
Héðinn Ólafsson, rafvirki að
Fjöllum, sem er gagnkunnugur
aðstöðu við Lón telur að í jarð-
skjálftahrinunum 1975—76 hafi
land við Lón risið um 30 cm en
nákvæmar mælingar munu þó
ekki hafa verið gerðar varðandi
þetta atriði. Svo mikið landris hef-
ur að sjálfsögðu dregið úr inn-
streymi sjávar í Lónið.
2. Staða og lögun óss Lóns er
mikilvœg.
Mynd 10 sýnir stöðu óssins eins og
hún var árið 1958, en þá var
útrennslið í norðausturhorni
Lóns. Mynd 11 sýnir hins vegar að
árið 1976 var ósinn kominn eins
langt til vesturs og frekast var
unnt, vegna stórgrýtis. í fyrra til-
vikinu átti sjórinn greiðan aðgang
að Lóni. í norðan og norðaustan
áttum rak hafaldan vatnsmassann
beint inn í Ytra-Lón og þaðan
áfram inn í Innra-Lón. Selta í Lóni
hefur væntanlega verið mun meiri
en nú er, enda sýnir seltumæling
sem Aðalsteinn Sigurðsson fiski-
fræðingur gerði árið 1963 30,2%o
seltu á 9 m dýpi í Innra-Lóni, sem
er langmesta selta, sem mælst hef-
ur í Lóni.
Þessu var öðru vísi farið á árun-
um 1974—80. Þá var ósinn svo
vestarlega (sjá mynd 11), að sjór
þurfti að berast um 1 km langa
kvísl til austurs áður en hann náði
Ytra-Lóni. Við slíkar aðstæður er
bersýnilegt að að öðru jöfnu flyst
miklu minna magn af sjó inn í
Lónið en þegar ósinn er nálægt
norðausturhorni þess.
Þessi munur á sjávarstreymi í
Innra-Lóni ásamt landrisi, er án
efa meginorsök þess, að selta fór
stórminnkandi frá 1963—1981.
Fleira kemur hér einnig til, eink-
um það að ósinn var misdjúpur.
Mikil brim báru sand í hann,
jafnvel svo að hann stíflaðist með
öllu. Stundum opnaðist hann aftur
af sjálfsdáðum fyrir vaxandi þrýst-
470 — FREYR