Freyr - 15.06.1983, Page 24
Mynd 10. Ytra- og Innra Lón í Kelduhverfi. Flatarmál lónsins
er um 2 km2. í Innra-Lóni er dýpi allt að 11 metrar, en í Ytra-
Lóni er dýpi 1—2,5 metrar. Á myndinni má sjá að ósinn er
staðsettur nálœgt norðausturhorni þess. Loftmynd þessi er tekin
1958.
Mynd 11 sýnir hins vegar stöðu óssins 1976. Pá er ósinn
staðsettur eins langt til vesturs og frekast er unnt vegna
stórgrýtis.
ing, þegar hækkaði í Lóni. Stund-
um þurfti að moka rauf í gegnum
fjörusandskambinn, sem sjórinn
hafði hlaðið upp fyrir ósmynnið.
Hættan á að ósinn grynntist eða
stíflaðist með öllu varð að öðru
jöfnu þeim mun meiri sem hann
færðist lengra til vesturs. Gera má
ráð fyrir, að „ferðalagi“ óssins í
austur- eða vesturátt ráði ríkjandi
vindáttir og styrkleiki þeirra. í
norðvestlægri átt mjakast hann
austur á bóginn, en til vesturs í
ríkjandi norðaustanátt. Einkum á
árinu 1982 hefur ósinn færst tals-
vert til austurs, og átti í janúar
1983 eftir um helming leiðarinnar
að norðausturhorni Lóns. Mun
þetta meginskýring þess, að selta í
Innra-Lóni hefur farið vaxandi á
árinu 1982, sbr. línurit 4.
3. Blöndurt sjávar og ferskvatns í
Ytra-Lóni.
Ytra-Lón er tiltölulega grunnt.
Mestur hluti þess er um 1.5—2
metrar, en nákvæmar dýptarmæl-
ingar á því munu ekki hafa verið
gerðar. Þegar stillt er á Ytra-Lóni,
sekkur sá sjór, sem þangað berst,
strax til botns og leitar svo áfram
eftir álnum, eða þar sem dýpi er
mest eftir botni, og áfram inn í
Innra-Lón. Sé hvasst í veðri, og
öldur á Ytra-Lóni því djúpstæðar,
blandast sjórinn óhjákvæmilega
fersku vatni og verður því „út-
þynntur‘% þegar hann kemur að
mörkum Innra-Lóns. Þess konar
útþynntur sjór er tiltölulega eðlis-
léttur og blandast með öðrum
hætti vatnsmassanum í Innra-Lóni
en ef um lítið blandaðan sjó væri
að ræða. Þannig geta langvarandi
norðlægir stormar haft þau áhrif
að selta minnkar í Innra-Lóni.
Slíkir stormar eru að jafnaði tíðari
að vetrarlagi en um sumar, og
kann þetta að vera meginástæða
þess, að í flestum tilvikum, sem
könnuð hafa verið, minnkar selta í
Innra-Lóni um vetur en vex að
sumarlagi. í þessu sambandi er
það athyglisvert að í norðvestan
illviðrinu í nóvember 1982, en þá
var einnig stórstreymt, minnkaði
seltan í Innra-Lóni mjög verulega,
en tók síðan að vaxa að nýju eftir
óveðrið (sjá línurit nr. 4). Sjálf-
sagt hefur heildarmagnið af sjó
sem barst í Innra-Lón í illviðrinu
verið óvenju mikið, en mjög virk
blöndun ferskvatns í Ytra-Lóni
hefur meira en vegið gegn þessari
viðbót, þannig að selta vatnsins
sem barst í Innra-Lón var tiltölu-
lega lítil og raunar svo lítil, að hún
varð til þess að minnka seltumagn
þess vatns sem var fyrir.
Súrefni.
Á töflu 1 eru súrefnismælingar á
árinu 1982 gerðar í Innra-Lóni við
flotbúr. Súrefni er uppgefið í mg/1.
Á töflunni má sjá að súrefni er
lágt á 6—8 m dýpi í byrjun ársins.
Á vorin og sumrin er vatnið yfir-
leitt fullmettað frá yfirborði niður
472 — FfíEYfí