Freyr

Volume

Freyr - 15.06.1983, Page 30

Freyr - 15.06.1983, Page 30
3. tada. Afurðir Svarthöfðaáa í úrvalstilraun. Valhópur Háfætt í Lágfætt Óvalið Háfætt % af lágfættu a) 2—6 v. ær 1970—74, á lélegu landi Fædd lömb eftir 100 ær 95 97 103 108 Lambavanhöld, % 16 12 11 69 Lömb til nytja eftir 100 ær (*) 80 85 92 115 Þungi lamba á fæti, kg (*) ■ 22,1 23.0 23,2 105 Reiknað kjöt, kg/á (*) 7,3 8.3 9.5 130 b) 7—8 v. ær 1973—76, á góðu landi Fædd lömb eftir 100 ær 92 103 119 129 Lambavanhöld. % 10 5 2 20 Lömb til nytja eftir 100 ær (*) 82 96 116 141 Þungi lamba á fæti. kg (*) 34,5 36,1 37.1 108 Reiknað kjöt, kg/á (*) 14,4 17,0 21.2 147 (*) Þegar lömbin voru tckin undan ánum. Þorgeirsson krufði skrokka af á heldur en bæði óvöldu ærnar og allt úrval, bæði að lágum og háum lömbum úr þessari tilraun í dokt- orsverkefni sínu í Edinborg, en ekki verður fjallað um niðurstöð- ur hans hér. Lágfætt feitara. Mikil breyting varð á fótleggja- lengd völdu hópanna fyrstu 20 árin. í háfætta hópnum lengdust fótleggir um 12 mm, en styttust um 11 mm í lágfætta hópnum. í óvalda hópnum breyttist fótahæð ekki, sjá 1. mynd. Arið 1973 voru krufnir skrokk- ar af 25 sláturlömbum (gelding- um) úr hverjum hóp við 30 kg þunga. Samkvæmt niðurstöðunum var beinaþunginn svipaður í öllum hópum, en minni vöðvar og meiri fita í lágfætta hópnum. Háfætt miklu afurðameira. í 3. töflu eru sýndar afurðir ánna í fótahæðartilrauninni í Edinborg, annars vegar afurðir eftir 2—6 vetra ær á lélegu landi, en hins vegar eftir 7—8 vetra ær, sem fengu við hrút af öðru kyni og gengu á góðu landi. Samkvæmt tölunum í 3. töflu hafa háfættu ærnar verið frjó- samari, misst færri löntb, átt þyng- ri lömb og skilað meira kjöti eftir lágfættu ærnar. Munurinn á háfættum og lág- fættum ám í reiknuðu kjöti eftir á var 30% háttfættu ánum í vil á lélega landinu, en varð 47% há- fættu ánum í vil, þegar allir hóp- arnir voru á góðu landi. I greininni í ársskýrslu ABRO, 1980 segir A.F. Purser (bls. 18): „Nánari rannsóknir eru nú fyrirhugaðar á orsökum lamba- dauða í þessum valhópum, þar sem sérstaklega verður leitað að tengslum milli beinaþroska, bygg- ingarlags, frjósemi áa og lífsþrótts lamba. Stígandi og stöðug breyt- ing í háfætta hópnum endurspegl- ast nákvæmlega, en í gagnstæða átt hjá lágfætta hópnum. Þetta bendir til, að hending ráði ekki þessum breytingum, heldur sé hægt að finna sameiginlegan erfðaþátt að baki þeim.“ Að lokum bendir Purser á, að útkoman í háfætta hópnum sýni, að hægt sé að velja lengi til sömu áttar í sauðfé, án þess að afurða- semi fari að hraka. Þessi ályktun Pursers gerir að engu þá tilgátu Sveins Hallgríms- sonar, að lág afurðasemi dætra lágfættu hrútanna, í tilraun á Hesti með háfætta hrúta sem ærfeður, stafaði af því að afurðasemin væri hæfniseiginleiki, sem hrakaði við fótum (sjá Búnaðarblaðið 1963, 3. árg., 12. tbl. bls. 23—25 og Bún- aðarblaðið 1968, 8. árg., bls. 114—118). Afurðasemi ánna í Edinborg stórbatnaði við að velja að háum fótum í 20 ár, en versnaði því nær jafnmikið við að velja að lágum fótum á sama tíma. Ástæða til endurskoðunar. Af því sem tilfært hefur verið hér að framan er ljóst, að endurskoða þarf stefnuna í sauðfjárræktinni hér á landi. Öll rök hníga að því, að auka beri ull af hverri kind með kynbót- um og bæta þurfi ullargæðin stór- iega með bættri meðferð og kyn- bótum. Einfaldasta leiðin til að kyn- bæta ullarlit er að meta alhvít lömb við móttöku í sláturhúsi og greiða hærra verð til bænda fyrir gærurnar af alhvítu lömbunum. Arfgengi á rauðgulum illhærum er mjög hátt, svo að mjög auðvelt er að losna við þær með úrvali. Bændum landsins og öllum þeim sem vinna að ullariðnaði í landinu væri það mikill ávinning- ur, ef ullarkynbætur yrðu látnar hafa forgang næstu misserin. þeg- ar hrútar verða valdir á sæðinga- stöðvar. 478 — FREYR

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.