Freyr

Árgangur

Freyr - 15.06.1983, Síða 33

Freyr - 15.06.1983, Síða 33
eftir Jónas Jónsson, búnaðarmála- stjóra um loðdýrarækt og land- búnað, þar sem loðdýraræktinni er lýst og vil ég þakka fyrir þær. En sjaldan eða aldrei hef ég heyrt að búnaðarmálastjóri hafi lagt nokkur mál fyrir stjórn SIL eða hinn almenna loðdýrabónda varð- andi uppbyggingu loðdýraræktar, fræðslu eða lög. Undanfarna mánuði hafa loð- dýrabændum borist söluskýrslur frá uppboðshúsum þar sem fram koma upplýsingar um framleiðslu þeirra, gæðaflokkun, stærð, lit, hreinleika og galla. Eftir þeim upplýsingum, sem ég hef fengið frá bændum ber söluskýrslum ekki vel saman við lífdýraflokkun í haust, og þyrfti Búnaðarfélagið eða SÍL að fara betur ofan í það mál. Á Búnaðarþingi nú í vetur flutti Pálmi Jónsson ávarp að vanda. Þar kom m. a. fram, að hann teldi yfirbyggingu í landbúnaði of dýra. Fyrir nokkru hitti ég bónda, sem sagðist hafa verið að velta því fyrir sér hvort það væri e. t. v. betra, ef SÍL sæi um ráðunauta- þjónustu í loðdýrarækt en ekki Búnaðarfélagið, og mundi þá landbúnaðarráðuneytið leggja fram fjármagn í ráðunautaþjón- ustuna í gegnum SÍL. Þessu atriði vil ég hér með koma á framfæri meðal loðdýrabænda. Spurningin er að mínu mati þessi: „Hver á að stjórna ferðinni í loðdýrarækt?" Hjá refum byrjar pörun í mars og getur staðið fram í miðjan maí. Þá tekur við got, sem er afar viðkvæmur tími, þar sem enginn ókunnugur má koma inn í refabú- ið. Fyrstu refalæðurnar gjóta í byrjun maí og í maílok er byrjað að gefa hvolpunum, sem er tölu- vert tímafrekara en fóðrun á minkahvolpum. Ef refalæða par- ast 10. maí er hún tekin frá hvolp- unum um 10. ágúst, þannig að refabóndi er svo að segja jafn bundinn við búskapinn og kúa- bóndi yfir sumarið. Síðan er refa- hvolpunum stíað í sundur líkt og minknum og síðast kemur pelsun- in í okt.-nóv. og fram í des. Eins og sjá má af framan- greindu er vinnuálag nokkuð breytilegt milli þessara tveggja at- vinnugreina, þótt skyldar séu. Ef við berum saman 60—80 refalæðu-bú og 250 minkalæðu- bú, þá er refabóndinn með annan fótinn í refabúinu frá því í mars og fram í ágúst-sept., og síðan í pels- un. Minkabóndinn er aðeins með 2—3 vinnu„tarnir“, þ. e. miklu fleiri daga, sem eingöngu þarf að fóðra dýrin. Ef litið er á tekjurnar, þá hefur refaræktin haft vinninginn undan- farin ár. En spurningin er hvort við stöndum ekki á tímamótum einmitt núna hvað snertir stöð- ugra verð bæði á refa og minka- skinnum. Nú hefur nýlega verið fluttur til landsins minkur frá Danmörku, sem ég bind miklar vonir við. Þeim mönnum. sem ekki hafa tekið ákvörðun um hvora dýrateg- undina þeir eiga að velja vil ég ráðleggja að fylgjast vel með hvernig þessi nýi minkur reynist. Það hafa oft verið nefndar tölur um skinnaverð svo og hagnað eða tap í loðdýraræktinni. Ég ætla að sleppa öllu slíku, en ráðlegg þeim, sem áhuga hafa að leita sér upp- lýsinga sem víðast. Samband íslenskra loðdýra- ræktenda (SÍL) hefur verið starf- andi í yfir 10 ár. Það hefur tekið mikinn fjörkipp á síðustu árum undir forystu Hauks Halldórs- sonar formanns og Jóns R. Björnssonar, framkvæmdastjóra, sem hefur nú verið fastráðinn í 1 ár. Áður en hann var ráðinn fram- kvæmdastjóri í Vi stöðu voru kann- aðar undirtektir hjá ýmsum frammámönnum í landbúnaði og pólitík og voru gefnar góðar vonir um fjárstuðning til uppbyggingar loðdýraræktar. Hver ætli staðan sé svo í dag? Jú. megnið af loforð- unum voru „loftbólur“, sem hafa hjaðnað. Vegna þessa verða bændur að standa vörð um loð- dýraræktina í heimahéraði og á landinu í heild. Að lokum vil ég hvetja nýja loðdýrabændur til að leita með vandamál sín til þeirra sem hafa meiri reynslu. Stöndum saman, hjálpumst að. Með bestu kveðju og ósk um gott loðdýraár. FREYR — 481

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.