Freyr - 15.06.1983, Síða 35
leitaði eftir þeim í síma við for-
stjóra verksmiðjunnar, en hann
sagðist ekki hafa neinar tölur um
áburðarkaup einstakra viðskipta-
vina eða hvernig þessi skipti væru.
En Gunnar Guðbjartsson fyrr-
verandi formaður Stéttarsam-
bands bænda og stjórnarmaður í
Aburðarverksmiðjunni sagði mér
að þessi notkun hafi verið talin
15% af heildarnotkun, en þar sem
ég þóttist skynja að hluti af þessu
væri áætlanir og fremur vantalið
setti ég þetta svona fram. Það sem
er umfram 15% er því þar komið
fyrir minn misskilning og er mér
ljúft að viðurkenna það.
3. Um að fé kjarnfóðursjóðs
komi ekki til tekna er það að segja
að ég hefi ekki orðið var við
launamiða frá Kjarnfóðursjóði og
mun það hafa vafist fyrir fleirum
en mér hvort þær greiðslur eigi að
koma á framtal yfirleitt, en það er
nú upplýst og er það vel.
Um að hækkanir áburðarverðs
verði reiknaðar inn í áburðarverð
nú fyrsta júní er mér vel kunnugt
og sjálfsagt að viðurkenna það.
Hitt stendur óhaggað að langt er
þangað til síðasta króna upp í
áburðarverð hefur skilað sér í
gegnum afurðir.
Minnkandi ræktun á Rauðum íslenskum kartöflum
Á aðalfundi Landssambands kart-
öfluframleiðanda sem haldinn var
nýlega kom fram að hlutfallslega
verður sett niður mun minna af
Rauðum íslenskum kartöflum í
vor en undanfarin ár. Þetta miðast
við sölu á útsæði frá Grænmetis-
Molar_________________
Ófyrirsjáanlegar ástæður
Nýlega mátti lesa eftirfarandi frétt í
erlendu blaði:
„Spákonur í Bandaríkjunum
koma árlega saman til fundar. Boð-
uðum fundi í ár hefur nú verið
frestað, af ófyrirsjáanlegum
ástæðum."
verslun landbúnaðarins. Þá var
tekið mið af því hvað hafði verið
selt fram til 7. maí. Lang mest var
selt af Bintje. Útsæði af því af-
brigði var 42,6% af heildarsölu,
aðallega var það innflutt útsæði.
Gullauga var 15,7%, Helga 5,8%
en Rauðar íslenskar 15,7%. Þá
voru önnur afbrigði með samtals
19,2% af heildarsölunni. Það voru
ýmis innflutt afbrigði s. s. Eyvind-
ur, Doré, Diamant og Arkula.
Greinilega er mikill áhugi hjá
bændum að rækta verksmiðju-
Hafmeyja frekar en ísbjörn
Eins og kunnugt er hefjast
hrognkelsaveiðar nokkru fyrr á
Norðurlandi en Suðvesturlandi á
hverju ári. Á sínum tíma útvegaði
umboðsmaður Flugfélags íslands
á Húsavík starfsfólki félagsins í
Reykjavík rauðmaga síðari hluta
vetrar áður en veiðar hófust sunn-
anlands.
Eitt vorið gerðist það svo að
orðsending kom frá umboðs-
manninum á Húsavík um það að
nú gæti hann ekki útvegað meiri
kartöflur og minnkandi áhugi fyrir
Rauðum, enda má gera ráð fyrir
að lágmarksstærð á 1. flokks kart-
öflum verði heldur óhentug þeim
sem rækta það afbrigði, nema til
komi nokkur sala í „Perlukartöfl-
um“ en það er gert ráð fyrir þeim
flokki í nýju flokkunarreglunum.
Það eiga að vera kartöflur í stærð-
arflokknum 33—35 mm.
Magnús Sigurðsson í Birtinga-
holti var endurkjörinn formaður
Landssambands kartöflufram-
leiðanda.
rauðmaga þar eð kominn væri
hafís um allan sjó. Hins vegar
fylgdi orðsendingunni að í staðinn
gæti hann e. t. v. útvegað ísbjörn,
en það yrði þó ekki gert nema um
það yrði beðið í bundnu máli.
Upphófust þá miklar yrkingar
meðal starfsmanna Flugfélagsins
og fylgir hér á eftir ein af þeim
vísum. Höfundur hennar er Ulrick
Richter þáverandi yfirmaður
vöruafgreiðslu félagsins:
Það er erfitt að tjónka við ísbjörn og sel
því alls konar bragða þeir leita,
en hafmeyja kæmi sér helvíti vel,
og hafðu hana stóra og feita.
Altalað á kaffistofunni
FREYR — 483