Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 11
yfirmann Búfjárræktarstofnunar
breska heimsveldissins (The Em-
pire Institute of Animal Breeding
and Genetics), sem aðsetur hafði í
Edinborg. Ég gekk á fund hans,
skýrði frá ósk minni um að nota
næstu tvö ár til að rannsaka mun á
fjárkynjum, hvað kjötgæði varð-
ar, og sagði hann mér, að ég væri
kominn á réttan stað. Bauð hann
mig velkominn að stofnuninni þá
um haustið, en ég spurði hvort ég
mætti ekki koma nokkrum vikum
eftir að venjulegur háskóli byrj-
aði, því ég hefði löngun til að
vinna mér inn nokkur kindarfóður
um haustið. Sagði hann, að ég
mætti alveg ráða því, en þó yrði ég
að koma nokkru fyrir jól.
Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmála-
stjóri.
kynnst í námi mínu. Þá sá ég að
munur milli einstaklinga á þessum
búum var svo mikill, að tiltölulega
auðvelt væri að kynbæta féð, með
því að viðhafa rétt úrval í sauðfjár-
rækt. Sá ég í hendi minni, að ef ég
ætti eftir að gerast leiðbeinandi í
sauðfjárrækt fyrir íslenska bænd-
ur, þyrfti ég að taka málið föstum
tökum, til þess að ná árangri á
sem skemmstum tíma.
Ég hafði þá fengið nasasjón af
sauðfjárrækt í Bretlandi og séð
hvílíkum feikna árangri Bretar
höfðu náð í búfjárrækt með sýn-
ingum og búfjárdómum, þótt ekki
væri enn farið að styðjast við af-
kvæmarannsóknir og nútímaþekk-
ingu í erfðafræði.
Heima á íslandi
Að svo búnu hélt ég heim til
íslands, þar sem ég vann að hey-
skap um sumarið. 1 leiðinni átti ég
viðtal við Steingrím Steinþórsson,
búnaðarmálastjóra, sem tjáði
mér, að þá væri hagur Búnaðarfé-
lagsins og ríkisins svo þröngur, að
ákveðið hefði verið að halda eng-
ar hrútasýningar þá um haustið
(1936). En ef sýningar hefðu verið
haldnar, hefði félagið óskað eftir
því að fá mig fyrir dómara. Bún-
aðarmálastjóri bað mig samt að
heimsækja sauðfjárræktarbúin,
sem þá voru starfandi samkvæmt
búfjárræktarlögum á 8 stöðum á
landinu. Það gerði ég og varð
margs vísari um íslenska sauðfjár-
kynið og fann mikinn mun á stofn-
un á hinum einstöku fjárbúum.
Ólafsdalsféð fannst mér í fljótu
bragði kostamest, en næst því
þingeyska féð á Þórustöðum í
Eyjafirði og á Hrafnkelsstöðum.
Lang kostaminnst þótti mér þó
austur-skaftfellskur stofn, ókyn-
bættur, sem þá var haldið við á
Brekku í Lóni, vegna þess að
bændur trúðu því, að öll óáran í
sauðfé, vanþrif af ormum
o. þ. u. 1. væru eingöngu bann-
settum kynbótunum að kenna.
Mér ofbauð, hve íslenska féð
var illa vaxið og vöðvalítið, miðað
við breska féð, sem ég hafði
WÉmMW
«1
Dr. Halldór Pálsson heldur í Dór, 4 vetra, eign Magnúsar Aðalsteinssonar í Grund i
Eyjafirði, á Hrútasýningu haustið 1942. Dóri vó 131 kg og hafði aðeins 132 mm
fótlegg.
FREYR — 931