Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 21
Vigfús Magnússon, Eggert Gunnarsson,
Hrafnhildur Kristjánsdóttir og Suzanne Gravesen
Um ofnæmi í landbúnaði
Hvað er ofnæmi?
Ofnœmi (lat. allergia, úr grísku allos=annar og ergon=áhrif, þ. e. önnur (=óeðlileg)
áhrif) er skilgreint sem „áunninn, sérhœfður hœfileiki til að bregðast öðruvísi við“a> og
ber nú œ oftar á góma.
Hvort það er vegna þess að of-
næmi er nú algengara en áður,
vegna fleiri mengunarvalda í um-
hverfi okkar, eða vegna þess að
læknum gangi nú betur að greina
ofnæmissjúkdóma vegna bættra
rannsóknaraðferða, vitum við
ekki, en hitt vitum við, að margt
„sumarkvef" og bronchitis er of-
næmi, þegar að er gáð.
Það sem bregst öðruvísi við er
varnarkerfi líkamans, ónæmis-
kerfið. Ónæmiskerfið er alls stað-
ar að verki í líkamanum og þar af
leiðir að ofnæmi er ekki afmark-
aður sjúkdómur, heldur birtist í
ýmsum myndum frá mismunandi
líffærum. Ofnæmisviðbrögð eru
flokkuð í sex gerðir, sem eru
auðkenndar með rómvesku tölun-
um I — VI. Af gerð I er bráðaof-
næmi, sem stafar af rykögnum
(augn- og nefeinkenni, asthma).
Einkenna verður vart innan fárra
sekúndna eða mínútna. Af gerð
III er það sem hér er nefnt síðof-
næmi (t. d. heymæði og sams-
konar einkenni af völdum lífræns
ryks), en þá verður einkenna fyrst
vart 4—6 klst. eftir snertingu við
ofnæmisvald (hér eftir nefnt
væki). Aðrar gerðir ofnæmis verð-
ur ekki fjallað um frekar.
Ofnæmi hefur fylgt lífverum
jarðar frá örófi. Ónæmisfræði er
enn tiltölulega ung fræðigrein og
fyrst var ofnæmi skilgreint ónæm-
isfræðilega árið 1906 (Pirquet).
Enn er þó þekking okkar á orsök
og eðli ofnæmissjúkdóma almennt
af skornum skammti, og á það oft
sinn þátt í að auka á raunir þess
fólks sem þjáist af ofnæmi, sem er
þá álitið ímyndunarveikt, latt eða
taugaveiklað, ef ekki allt í senn.
Tíð forföll skerða afköst, leiða til
uppsagnarúrstarfio. s. frv. Þvíer
nauðsynlegt að vekja athygli og
auka þekkingu á ofnænti, svo að
unnt sé að snúast gegn vanda, sem
skotið getur upp kollinum næstum
hvar sem er, jafnt á víðavangi, á
heimili, í skóla eða á vinnustað.
Eins og að framan greinir er
ofnæmi áunninn hæfileiki til óeðli-
legs viðbragðs. Áunninn þýðir að
snerting við væki (nýyrði=mót-
efnavaki) veldur ekki einkennum í
upphafi, heldur er venjulega saga
um talsverða fyrri snertingu, án
eftirfarandi einkenna, þ. e. a. s.
væki er ekki ertandi í sjálfu sér
eða þá ekki nógu mikið af því til
að valda ertingu hjá meirihluta
þeirra, sem komast í snertingu við
það. Venjulegast fær aðeins hluti
þeirra sem verða fyrir tilteknu
væki ofnæmi. en sá hópur fer
stækkandi í hlutfalli við vækis-
magn og/eða lengd snertingar.
Engu verður spáð um hversu
mikið væki eða hversu langa
snertingu þarf í hverju tilviki til að
vekja ofnæmi, en vitað er, að
stundum þarf ekki nema lítið til.
Hitt er ljóst, að sé einhver með
ofnæmi þarf oft ekki nema örlítið
væki til að valda einkennum.
Heymæði
Heymæði og tengsl hennar við
heymyglu hafa íslendingar þekkt
öldum saman, bæði í mönnum og
hrossum. Eru elstu prentaðar
heimildir um heymæði allar ís-
lenskar, hin elsta þeirra ritgerð
Sveins Pálssonar landlæknis í
tímariti Lærdómslistafélagsins frá
1790(2).
Fyrstur til að gera greinarmun á
einkennum frá efri og neðri loft-
vegum var Jón Finsen í doktorsrit-
gerð sinni árið 1874<2). Hann bar
saman heymæði og asthma, sem
hann taldi með réttu vera tvo
óskylda sjúkdóma. Fyrstur út-
lendinga til að lýsa heymæði var
Englendingurinn Campbell, sem
lýsti einkennum frá lungum meðal
landbúnaðarstarfsmanna á norð-
austur Englandi eftir mikið rosa-
sumar árið áður<3). Árið 1953 birti
síðan Fuller yfirlitsgrein, þar sem
hann tók saman allt sem.þá var
vitað um þennan sjúkdóm og er
löngum til þeirrar greinar vitn-
að(4).
Sveinn Pálsson taldi lungna-
einkenni orsakast af „döntpum úr
heyinu, er sygjust inn með andar-
drættinum og af sér leiddu kvef-
sótt, hæsi og hósta“. Sú skýring
var lengi vel eins góð og gild og
hver önnur, og í kennslubók í
lyflæknisfræði frá 1963 var orsök
heymæði talin ókunn(5). Árið 1958
var sett fram tilgáta um að ein-
kenni stöfuðu af ofnæmi fyrir
heyryki<6), og laust eftir 1960 tókst
að finna mótefni gegn heymyglu í
blóði manna með síðofnæmis-
einkennil7). í dag er ljóst, að vækið
er að langmestu leyti ýmsar hita-
FREYR— 941