Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 28
Árni G. Pétursson, hlunnindaráðunautur
Sögunarstöðin að Miðfjarðarnesi á Strönd
Á útmánuðum 1984 var sett niður stórviðarsög til úrvinnslu rekaviðar að Miðfjarðarnesi
á Langanesströnd. í fasteignamati frá 1942 eru taldar 1404 jarðir með reka á landinu eða
21.6% þeirra 6498 jarða sem fasteignamatið tekur til.
Þegar Búnaðarfélag íslands réð
hlunnindaráðunaut á vordögum
1980 var eitt af skráðum verkefn-
um hans að leggja á ráð um nýt-
ingu rekaviðar og vekja athygli
stjórnvalda á þjóðhagsgildi hans
sem og annarra hlunninda bænda.
Fljótlega var hafist handa í
rekamálum. Á öllum rekajörðum
berst á land nokkuð magn eldi-
viðar og voru menn hvattir til að
nota þann reka til upphitunar á
íbúðarhúsnæði. Betri trjávið
skyldi nýta á aðra vegu. Kom þá
meðal annars til greina úrvinnsla
rekaviðar, á sögunarstöð sem væri
rekin á félagslegum grundvelli.
Að áeggjan Búnaðarsambands
Austurlands varð Búnaðarfélag
Skeggjastaðahrepps í Norður-
Múlasýslu fyrst til að ríða á vaðið í
þessu tilliti.
Framkvæmdir hvíldu á stjórn
félagsins, þeim Þórarni Flaralds-
syni á Þorvaldsstöðum, séra Sig-
mari Torfasyni á Skeggjastöðum
og Indriða Þóroddssyni í Mið-
fjarðarnesi.
t sögunarstöðinni á Strönd. Frá vinstri:
Þórarinn Haraldsson, Þorvaldsstöðum;
Indriði Þoroddsson, Miðfjarðarnesi og
Árni Árnason í Höskuldarnesi.
Úr sögunarstöðinni á Miðfjarðarnesi á Langanesströnd. Sigurbjörn Þorsteinsson á
Hellulandi við hjólið. Árni Árnason í Höskuldarnesi á Sléttu og stjórn Búnaðarfélags
Skeggjastaðahrepps fylgjast með (Ljósm. með þessari grein tók Árni G. Pétursson).
Búnaðarsamband Austurlands,
Samband sveitarfélaga í Austur-
landskjördæmi, Búnaðarfélag ís-
lands, Byggðasjóður og Fram-
leiðnisjóður landbúnaðarins
veittu og nokkra aðstoð við að
hrinda málinu í framkvæmd.
Vélsmiðjan Oddi á Akureyri
undir leiðsögn og útfærslu Torfa
Þ. Guðmundssonar forstjóra,
smíðaði stórviðarsögina, en Torfi
er frá Ófeigsfirði á Ströndum,
fjölþættri hlunnindajörð, og þaul-
kunnugur rekamálum.
Þriðjudaginn 3. júlí sl. fór ég
ásamt Árna Árnasyni bónda í
Flöskuldarnesi á Sléttu austur á
Langanesströnd að skoða sögun-
arstöðina. Árni í Nesi hefur unnið
við smíðar og á trésmíðaverkstæði
að stórum hluta allt sitt líf, og á
seinni árum hefur hann unnið
mikið úr rekaviði. Hann gjör-
þekkir umbúnað sögunarvéla, og
sagði til á staðnum um lagfæringu
á smávindingi, sem var á stýri-
borði sögunarbekksins.
í upphafi var ætlunin að byggja
sérstaklega yfir sögunarstöðina,
en frá því var horfið, þar sem fyrir
hendi var stór ónotuð fjárhúsa-
bygging að Miðfjarðanesi á
Strönd. Sögin var sett niður í fjár-
húshlöðuna. Þar er rúmt athafnar-
svæði, og góð geymsla fyrir unn-
inn við í fjárhúsum.
Langanesströnd er ekki eitt af
stærstu rekasvæðum landsins.
Hins vegar er ekki frágangssök að
sækja timbur á Langanes og í
Þistilfjörð, eða flytja timbur það-
an til sögunar á Strönd.
Þetta mun vera til athugunar
hjá bændum þar um slóðir, og fæst
948 — FREYR