Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 8
„Þá fann ég út að fótleggurinn
væri mikilvægt bein til rannsóknar"
Einu sinni í janúarmánuði árið 1981, ári eftir að dr. Halldór Pálsson lét af starfi
búnaðarmálastjóra spurði ég hann að því hvort hann hefði ekki hugsað sér að skrifa
æviminningar sínar. Hann neitaði því og kvað nóg vera á boðstólnum af þvílíkum
bókum. Ég sagði eitthvað á þá leið við hann að á mörgu mundi hann luma, sem
mönnum þœtti slœgur í og spurði hvort ég mœtti ekki skrifa upp eitthvað eftir hann frá
námsárum hans ogfyrstu starfsárum. Halldór tók því vel ogfesti ég þá þessa þœtti á blað
eftir frásögn hans, heima í stofunni hjá þeim Sigríði.
Þar segir frá námi Halldórs heima og erlendis, drepið er á rannsóknir hans í
Bretlandi og hér heima í vaxtarlífeðlisfrœði sauðfjár og loks segir frá fyrstu löngu
hrútasýningarferð hans á íslandi.
Þessir þœttir koma nú fyrir almenningssjónir. Þeir voru einkum skráðir með það í
huga að bjarga frá glötun fróðleiksmolum um merkan mann sem öðrum fremur hefur
mótað íslenska landbúnaðinn á þessari öld. 7,,, , , , ,
^ Julius J. Damelsson.
Dr. Halldór Pálsson á árum sínum sem sauðfjárrcektarraáðunautur.
Ætlaöi aö veröa bóndi
Við ræddum fyrst æskuár Halldórs
og hvers vegna hann hefði valið
búfræðina. Hann sagði:
Eg hafði frá bernsku hugsað
mér að verða bóndi. Um ferming-
araldur hugði ég ekki á aðra
skólagöngu en að taka búfræði-
próf um tvítugsaldurinn, en svo
fór, að ég hóf nám í
Gagnfræðaskólanum á Akureyri,
(sem síðar varð menntaskóli) mest
fyrir hvatningu Huldu systur
minnar. Hún var þá við nám í
G. A. Móðir mín hvatti mig líka
mjög til að nota tímann á veturna
til náms fremur en til búverka,
sem ekki gáfu mikið í aðra hönd.
Ég hafði alltaf gaman af sveita-
störfum og kveið fyrir að fara í
skóla á haustin, sá eftir að geta
ekki stundað fjárgeymslu á vetr-
ym. En þegar í skóla var komið
hverju sinni, þótt mér námið
skemmtilegt og félagsskapurinn
við bekkjarsystkinin hinn besti.
Gagnfræða- og stúdentspróf
Gagnfræðaprófi lauk ég 1930 og
tók þá ákvörðun, að best væri að
dunda næstu þrjá veturna við að
læra undir stúdentspróf. Ég sá að
ég gæti klofið það fjárhagslega
með sumarvinnu minni og þeim
arði af kindum mínum, sem þær
gæfu af sér, en ég var svo heppinn
að alast upp á stórri jörð og fá
kaupið allt í kindafóðrum og auk
þess leyfi til að hafa fleira fé í
högum, sem ég keypti fóður á
annars staðar.
Var ekki lítið upp úr fé að hafa á
verstu kreppuárunum?
Jú, en það var ekki upp úr
neinu að hafa neinsstaðar. Mér
fannst notadrýgst að eiga sauði og
reykja af þeim kjötið, þegar þeir
voru orðnir nógu vænir. Á þeim
árum var markaður fyrir gott
hangikjöt bæði á Akureyri og í
Reykjavík. Þá var nýtísku mat-
vælaiðnaður eins og nú er stund-
928 — FREYR