Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 14

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 14
Ævintýrið sem varð að veruleika Hilda hf. 20 ára. Ungur Bandaríkjamaður, Tomas Holton, er áferð hér á landi árið 1962 ásamt íslenskri konu sinni, Hönnu Holton. Hann kemur auga á sérkenni íslensku sauðkindarinnar, hina fjölbreyttu liti hennar og óvenjulega eiginleika ullarinnar. Parna fœðist sú hugmynd með honum að flytja út vörur úr ull sauðkindarinnar. Pessi hugmynd varð að veruleika og þau hjón fluttu til íslands og stofnuðu Hildu hf. Stofnendur Hildu hf, Hanna Jóhannsdóttir Holton og Tomas Holton. Þótt Tomas og Hanna Holton hæfu útflutning á íslenskum ullar- vörum þegar árið 1962 var fyrir- tækið Hilda hf. ekki formlega stofnað fyrr en 2. júlí 1964. Fyrstu árin var starfsemin ekki ýkja um- fangsmikil, þótt hún hafi vissulega gefið fyrirheit um það sem síðar varð. Almennt var trú íslendinga á þessum árum á möguleika ís- lensku ullarinnar ekki mikil og jafnvel til að þeir sem störfuðu í ullariðnaðinum sjálfum, álitu ull- ina vart nothæfa í annað en gróf gólfteppi og vinnuflíkur. >■ Segja má að ósérplægni og dugnaður frumbýlingsins hafi ein- kennt starfsemi Hildu hf. fyrstu árin og fylgir reyndar enn. Sem dæmi um það má nefna að þegar hafinn var útflutningur á íslensk- um lopapeysum þurftu þau Tom og Hanna Holton að máta hverja einustu peysu, því að engin leið var önnur til þess að skipa þeim í stærðir. Þessu til viðbótar ferðaðist Tom auðvitað víða til þess að afla markaða og kynnast óskum við- skiptavina. Lauslega áætlað hefur hann farið í um það bil 2000 flugferðir fyrir Hildu hf. Er þá eftir að telja hundruð þúsund kíló- metra í áætlunarbílum og járn- brautarlestum. Árið 1967 hófst á vegum Hildu hf. smávegis útflutningur á vél- prjónuðum ullarvörum og markar það ár því þau tímamót þegar þessi starfsemi breyttist úr heim- ilisiðnaði í útflutningsiðnað. Eftir þetta hefur hagur fyrirtækisins far- ið árbatnandi og haldist í hendur við gengi ullariðnaðarins í land- inu. Salan fór vaxandi ár frá ári, nýir markaðir náðust og aukning varð á þeim gömlu. Eigin hönnun og gæðaeftirlit. Eigendum og forráðamönnum Hildu hf. varð fljótt ljóst að ekki var unnt að ná fótfestu á erlendum mörkuðum og halda henni, nema með því að framleiðslan væri vönduð og áhersla væri lögð á íslenskan og samstæðan svip vör- unnar. Þetta varð að gera með því að leggja áherslu á hönnun og gæðaeftirlit nteð framleiðslunni, og með auglýsingum og áróðri erlendis, þar sem áhersla var lögð á náttúrulega eðliskosti íslensku ullarinnar. Árið 1975 réð Hilda hf. hönnuð til fyrirtækisins og síð- Vörumerki Hildu hf. 934 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.