Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 22

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 22
sæknar örverur (geislasveppir og bakteríur) eða öllu heldur gró þeirra. Meginuppspretta vækis í heymyglu er gró hitasækinnar bakteríu, micropolyspora faeni (faenum, lat. = hey)l8). Heymæði er nú skilgreind sem „ofnæmissjúkdómur af völdum þess að næmur einstaklingur andar að sér vækismenguðu lofti“(9). Bráðaofnæmiseinkenni tengd gegningum þekkja allir til sveita, annað hvort af eigin raun eða hjá sveitungum. Þau lýsa sér fyrst og fremst frá augum og efri loftvegum, s. s. kláði í augum og táraflóð, nefrennsli, stíflur og hnerrar eða hósti og jafnvel kaf- mæðiköst (asthma). Þessi ein- kenni byrja eins og framan greinir skömmu eftir að komið er inn í peningahús eða hlöðu og réna oftast milli mála. Tilhneiging til bráðaofnæmis er arfgeng hjá um 10 af hundraði fólks. Ofnæmislyf verka oft vel á bráðaofnæmi, sem er það sem í daglegu tali sveita- fólks nefnist einu nafni heyveiki. Þessi tegund ofnæmis veldur ekki varanlegum vefjaskemmdum og er því ekki hættuleg að sama skapi sem síðofnæmi. Auk þess eldist þetta gjarnan af fólki. Heymæði (það sem Bjarni Páls- son kallaði heysótt) er læknis- fræðilega heitið á síðofnæmis- einkennum frá lungum ásamt meðfylgjandi almennum einkenn- um. Síðofnæmissvörun veldur bólgu í háræðum og vefjaskemmd- um, sem geta orðið varanlegar við endurtekin áreiti. Meðferð við síðofnæmi er engin til, sem að gagni kemur. Stundum eru þó gefnir barksterar við bráðum ein- kennum, en ekki hefur tekist að sýna fram á að það skipti sköpum um framvindu sjúkdóms. Síðofnæmiseinkennum(J) af hey- ryki má skipta í þrjú stig: 1. stig: Einstök snögg veikindi. 2. stig: Hægfara, langdreginn lasleiki og 3. stig: Varanlegar lungna- skemmdir með vaxandi lungna- og hjartabilun, sem dregur sjúkling til dauða. Einkenni 1. stigs eru verulega rakin til vinnu í miklu ryki í skamman tíma. Viðkomandi fær köldu og hita að kvöldi vinnudags eða fyrripart nætur. Hann er slappur og meðtekinn, en hiti þó sjaldnast hærri en 37,8°—38,5° (þó um og yfir 40° eftir mjög þykkt kóf, t. d. eftir vinnu við að hagræða blásarastút í hlöðu). Hit- anum fylgir ertandi hósti með smávegis gulleitum uppgangi, sem í þyngri tilfellum er greinilega blóðlitaður. Oft hafa sjúklingar undarlega þrálátan verk framan í enni og mikið lystarleysi, stundum með ógleði. Hiti fellur eftir 2—3 daga og jafnframt léttir sjúklingn- um fyrir brjósti og eftir enn nokkra daga batnar höfuðverkur- inn og lystin glæðist. Það sem læknir finnur við skoðun er venju- lega nauðalítið og í engu samræmi við líðan sjúklings, sem jafnar sig á nokkrum dögum. Margir leita alls ekki læknis og jafnvel þótt þeir geri svo er þetta oftar en ekki talið kvefvella eða flensa og sjúkl- ingur skoðaður aðeins í einu slíku kasti. 2. stigið er mun algengara. Það stafar af langdvölum í lítilli væk- ismengun. Á þessu stigi leita flest- ir einhvern tíma læknis, og þá gjarnan í okt./nóv. eða mars/apríl. Oft telur sjúklingur sig hafa fengið P„flensu“, sem ekki vill jafna sig, 2—3 vikum áður og kvartar um þyngsli eða „þela“ fyrir brjósti með þurru hóstakjölti. Upp- gangur er óverulegur og þá graft- arkennt slím. Þessu fylgir oft núkið slen, þreyta, lystarleysi og sjúklingur leggur af. Þá fylgir þessu stundum gigt yfir lendar og ýmsir kvarta um máttleysi í lær- vöðvum. Sumir fá óeðlilegan kvíða og svefntruflanir. Aðspurðir kannast margir við að hrollur sé í þeim á kvöldin eftir gegningar og oft hefur viðkomandi verið að gefa léleg hey undanfarið. Um 1. og 2. stig er það að segja, að einkenni hverfa og sjúklingar verða alheilbrigðir ef þeir geta forðast væki (heyryk). 2. stigs ein- kenni hverfa á 4—8 vikum, en breytingar á lungnamyndum (sem á öðru stigi eru einkennandi) á 3—4 mán. Ef viðkomandi forðast ekki heyryk endurtekur sama sagan sig oft vetur eftir vetur er á ævina líður. Rannsóknir fara nú fram er- lendis á langtímaáhrifum síðof- næmisvækja á lungu þeirra, sem fyrir slíkri mengun verða að stað- aldri. Ljóst er að viðbrögð hvers og eins eru mjög mismunandi, þannig að ekki er unnt að spá um forlög neins sem ekki hefur tök á að forðast þannig andrúmsloft. Ljóst er það eitt, að hvers konar rykmengun á vinnustað getur valdið varanlegum og sívaxandi lungnaskemmdum, sem á lokas- tigi valda lungna- og hjartabilun, sem að lokum dregur sjúkling til dauða. Er þá alveg sneitt hjá þeim óþægindum sem sífelld ofnæmi- svirkni veldur með almennum ein- kennum sem fyrr er lýst. Ekki verður nógsamlega brýnt fyrir þeim sem hlut eiga að máli, að samhengi einkenna 1. og 2. stigs við gegningar fer oft framhjá bæði lækni og sjúklingi, einkum þó væg 2. stigs einkenni, enda má margur bóndinn þreyja marga gó- una og útmánuðinn undirlagður af Psleni og þreytu, gigt og kröm, en síðofnæmi geta allir fengið, sem fá nægilega mikla eða ianga væk- issnertingu (sbr. hita, „lungna- bólgu" eftir vinnu við heyblástur í hlöðu). Með blóðrannsókn, slíkri sem áður er minnst á, má finna mót- efni í blóði gegn síðofnæmisvækj- um. Mótefni gefa til kynna að viðkomandi hafi andað að sér (nægilega miklum skammti af) vækismenguðu lofti og að hann gæti verið næmur, en er ekki sönn- un þess, að hann hafi síðofnæmi. Á sama hátt er ekki unnt að útiloka síðofnæmi, enda þótt mót- efni finnist ekki, þar eð væki gæti verið annað en það sem prófað er fyrir. Algengi slíkra mótefna í blóði rannsakaðra sýnir út- breyðslu vækis í umhverfinu. Er- 942 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.