Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 31
Ritfregnir
Smalamennska og ást
Guðmundur Hernharðsson
Frá Ástúni
Smalamennska og ást
Sögur og dulrznar sagnir
hóðan og heiman
I
Frey hefur borist ritið „Smala-
mennska og ást, sögur og dulræn-
ar sagnir héðan og heiman“ eftir
Guðmunds Bernharðsson frá
Ástúni á Ingjaldssandi í Vestur-
ísafjarðarsýslu.
Guðmundur er nú 85 ára að
aldri. Hann var bóndi í tæpa hálfa
öld, en eftir að hann var kominn
yfir áttrætt og sestur í helgan stein
fór hann að vinna að þessari bók.
Aðalefni bókarinnar er annars
vegar frásagnir af huldufólki og
þar með kynnum höfundar af því.
Hins vegar eru frásagnir af ferðum
Guðmundar til útlanda og dvöl
hans þar. Þetta efni er allt ljóslif-
andi fram sett og ber merki hinnar
jákvæðu lífsskoðunar höfundar.
Hins vegar er prófarkalestri á
bókinni ábótavant.
Útlendingar, sem til þekkja,
furða sig á því hversu margir hér á
landi leggja fyrir sig skriftir. Bók
Guðmundar er dæmigerð fyrir þá
alþýðumenningu sem lifir hér á
landi þar sem maður sem unnið
hefur hörðum höndum langa ævi
tekur sig til og skrifar bók um
hugðarefni sín.
Bókin er til sölu hjá Búnaðarfé-
lagi íslands og hjá höfundi, en
hann býr að Hátúni lOa í
Reykjavík.
Verð hennar er kr. 350.
Bréf til blaðsins_______
Tilbúinn áburöur og búskapur
Búskaparreynsla hefir fært athug-
ulum bændum þá vitneskju að
beztu grasár fylgi í kjölfar hlýjustu
sumra, næsta ár eða næstu, eitt til
tvö. Ég er hættur búskap, en ef ég
hefði staðið í þeim sporum að
panta mér áburð til næsta vors, þá
ályktaði ég: Ég panta 20 prósent
minni áburð vegna hins hlýja sum-
ars 1984. Fleiri stoðir styðja að
vísu þá ályktun: Að draga úr að-
föngum eftir mætti samhliða
minnkandi bústofni. Sú ástæða er
að vísu til enn nákvæmari yfirveg-
unar hvers bónda. Þessu varpa ég
„á skjáinn“ til umhugsunar —
ekki sem fyrirmælum.
Jónas Pétursson.
Molar
Mjólkurframleiösla ársins 1984
stefnir í 109 milljónir lítra.
Fyrstu 10 rnánuði þessa árs var
innvegin mjólk hjá mjólkursam-
lögunum 93,8 milljónir lítra, en
það var 2,82% meira en sömu
mánuði 1983.
í fyrra var innvigtunin allt árið
rétt um 106 milljónir lítrar. í síð-
asta mánuði reyndist innvigtun
vera 8,15 milljónir lítrar, en í
október í fyrra tóku mjólkursam-
lögin á móti 8,13 milljónum lítra.
Það var aðeins hjá tveim mjólk-
urbúum umtalsverð aukning í
innveginni mjólk miðað við októ-
ber 1983, en það var á Sauðár-
króki og í Búðardal. Annarsstaðar
var frekar um samdrátt að ræða.
Hjá Mjólkurbúi Flóamanna var
tekið á móti 0,29% minna nú en í
fyrra og hjá Mjólkursamlagi KEA
0,56% minna. Hjá mjólkursam-
laginu á Húsavík var samdráttur
1,8%.
Sæmileg sala hefur verið á flest-
um mjólkurafurðum það sem af er
þessu ári, en þó heldur minni en á
sl. ári, einkum í mjólk, skyri og
smjöri.
Nýmjólkursala hefur nokkuð
dregist saman, eða um 4%, en
aukning orðið í sölu léttmjólkur
um 13% og einnig í undanrennu
um 5,9%. Heildarsala í nýmjólk á
þessu ári verður um 44 milljónir
lítrar.
Mjög mikil aukning hefur orðið
í sölu á jógurt, eða um 24%, en
aftur á móti samdráttur í sölu á
skyri um tæp 11%.
Nokkur birgðaaukning hefur
orðið í smjöri. Um síðustu mánaða-
mót voru til 302 tonn af smjöri,
en það eru 109 tonnum meira en á
sama tíma í fyrra. Nokkur sam-
dráttur var í smjörsölunni, en
veruleg aukning í sölu á smjörva.
Þá var aukning í framleiðslu á
ostum um 28%. Einnig var
aukning í sölu þeirra, þá hafa
verið flutt út rúmlega 566 tonn af
ostum.
Birgðir af ostum eru svipaðar
nú og á sama tíma í fyrra.
U.þ.l.
FREYR — 951