Freyr

Árgangur

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 16

Freyr - 01.12.1984, Blaðsíða 16
Kynning á landi og þjóð. Eins og fyrr sagði var forráða- mönnum Hildu hf. ljóst frá upp- hafi, að möguleikar á því að selja íslenskar ullarvörur erlendis byggðust fyrst og fremst á því að leggja áherslu á sérkenni og sér- staka eiginleika íslensku ullarinn- ar, sem eins og segir í erlendum bæklingum, „er orðin til með að- lögun íslenska sauðfjárins að hrá- slagalegu loftslagi í margar aldir.“ Óhjákvæmilega hefur þetta í raun leitt til þess að auglýsingar fyrir- tækisins hafa öðrum þræði verið bein landkynning og fjallað fullt eins mikið um landið og íbúa þess og um vöruna sem átti að selja. Þá hafa þessar upplýsingar orðið til þess að auka sölu íslensks ullar- varnings yfirleitt, fremur en að þær hafi takmarkast við Hildu- vörur eingöngu. Fyrirtækið hefur látið gera ''myndband um íslenska ull og starfsemi Hildu hf., sem sýnt hef- ur verið í sjónvarpi víða vestan- hafs. Auðvitað hefur Hilda hf. líka notið góðs orðspors lands og þjóðar og er ef til vill besta dæmið þegar forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, ferðaðist um Banda- ríkin vegna sýningarinnar „Scand- inavia Today“. Prjónuðu peysu á dag. Sem dæmi um kynningu á vegum Hildu hf., má nefna ferð sem farin var seint í október sl. til Banda- ríkjanna. f>á var hin nýja verslun fyrirtækisins í Carmel by the Sea í Kaliforníu heimsótt. Þar voru haldnar tískusýningar og sýnt myndbandið sem Hilda hf. hefur látið gera um starfsemi sína og íslenska ullariðnaðinn. í Carmel og Pebble Beach var líka tekið á móti ráðamönnum frá öllu svæðinu á Montereyskagan- um og umhverfis hann og þeim sýnt sjónvarpsefni frá Islandi. Meginefni þess var viðtal við Vig- dísi Finnbogadóttur, auk Hildu- myndbandsins. Á þessa kynningu, en þar var reyndar líka tískusýn- ing, kom Donald Steinsson, aðal- ræðismaður íslands í Kaliforníu, og flutti hann kveðju Vigdísar og las yfirlýsingu frá henni. Frá Kaliforníu var haldið til Chicago. Þar var fyrirtækið Car- son Pirie Scott heimsótt. Tilefni heimsóknarinnar var að tíu ár eru liðin frá því að fyrirtækið hóf að selja vörur frá Hildu hf. Carson’s, en svo er fyritækið jafnan nefnt, er stórverslun með 23 útibú á ýmsum stöðum í Illinois. Fyrir- Bandaríkin I9<$3 Hilda hf. flutti árid 1983 út um 37% af ullarvörum sem flultar voru úl frá tslandi til Vesturlanda. Verdmœti ullarvara Hildu hf. var tœpar 1600 kr. á kg, en verðmæti ullarvara sem aðrir fiultu út var um 1000 kr. á kg. Hilda hf. flutti árið 1983 út um 60% af ullarvörum sem fluttar voru úl frá íslandi til Bandaríkjanna. Verðmœti ullarvara Hildu hf. var um 1700 kr. á kg, en verðmœli ullarvara sem aðrir fluttu út var um 1150 kr. á kg. 936 — FREYR

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.