Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 4

Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 4
FRfl RITSTJÓRN Tíðarandi í fjölmiðlum eru slæm tíðindi gjarnan fyrir- ferðarmeiri en góð. Fátt segir af öllum þeim fjölda fólks sem gengur til vinnu sinnar, náms eða annars starfs hvern vinnudag, skilar hlutverki sínu vel, á sér farsælt einkalíf eitt eða með fjöl- skyldu sinni, sinnir henni af trúmennsku, tekst á við erfiðleika lífsins, smáa og stóra, og á sér sín tómstundaáhugamál. Þessi þöguli fjöldi knýr gangverk þjóðfélagsins og honum er það öðru fremur að þakka að við Islendingar þurfum fáar eða engar þjóðir að öfunda, þó að sú mynd sem hér er dregin upp eigi einnig við um margar aðrar þjóðir. Tíðarandi er hugtak sem erfitt getur verið að höndla og gera sjálfum sér og öðrum ljóst. A blómaskeiði aldamótakynslóðarinnar svokölluðu ríktu hugsjónir og framfarahugur með þjóðinni og mótaði þann tíðaranda sem þá var uppi. A Sturlungaöld ríkti valdastreita og óeining sem endaði með því að sjálfstæði þjóðarinnar glat- aðist. Það var tíðarandi þess tíma. Hver er tíðarandi okkar tíma? í skjótu bragði verður hann ekki kenndur við hugsjónir. Nær væri að kenna hann við efnishyggju. Hér á landi ríkir lýðræði, þjóðin kýs sér leiðtoga til setu á Alþingi og í sveitarstjórnum. Þeir keppast um hylli kjósenda og reynslan sýnir að efst á óskalista þeirra eru bætt lífskjör og það strax! Þessu skulu leiðtogarnir hlýða eða hafa verra af. Afleiðingin er að ríkissjóður situr uppi með skuldir nálægt hættumörkum, fjöldi sveitarfélaga einnig. Þá eru skuldir margra heimila vart við- ráðanlegar. Hér er vert að taka fram að lántökur eru eðlilegar til margvíslegra þarfa þegar þær spara útgjöld eða auka tekjur umfram tilkostnað. Sam- anlögð skuldastaða ríkis, sveitarfélaga og ein- staklinga er hins vegar óskynsamleg og óhag- kvæm því að skuldir kosta sitt. Þannig kosta skuldir ríkissjóðs hann nokkra tugi milljarða króna árlega. Hvernig stendur þá á þessu? Svarið er: Tíðarandinn krefst bættra efnalegra kjara hér og nú, tíðarandinn segir: Njótum fyrst, borgum 44 FREYR - 2. '96 seinna. Þetta gangverk er knúið áfram af gylli- boðum auglýsinga og háþróaðri sölutækni. Tíðarandinn smýgur inn í vitund fólks, ekki síst yngri kynslóðarinnar og opnar vímuefnum braut. Unga kynslóðin hefur fyrir augunum fordæmi eldri kynslóðarinnar, að njóta fyrst og borga svo, víma er fyrirframgreiðsla á sælu sem síðar er innheimt með vöxtum, eins og tíðarandinn kallar á. Á kaldhæðinn hátt má halda því fram að hver og einn hafi frelsi til að haga lífi sínu að eigin geðþótta. Ábyrgt tal minnir hins vegar á að enginn lifir einungis sjálfum sér né deyr sjálfum sér. Sérhver ábyrgur einstaklingur vill að eftir- komendum hans standi til boða jafngóð lífskjör og hann hefur sjálfur notið. Núlifandi kynslóð er hins vegar að senda komandi kynslóð reikning fyrir nokkrum hluta af úttekt sinni á efnalegum kjörum. Bókhaldsgögn ríkis, sveitarfélaga og lánastofnana sýna það. Þau gögn eru þó e.t.v. lítilvægari en sú fyrirframgreiðsla sem tekin hefur verið út af náttúruauðlindum ásamt mengun þar sem núlifandi kynslóð skilar nátt- úrunni sýnilega verr á sig kominni en hún tók við henni. Það skrifast á reikning tíðarandans. íbúi í nýfrjálsu ríki í Afríku fyrir nokkrum áratugum spurði íslenskan flugstjóra sem þangað flaug: „Kemur sjálfstæðið með þessari vél?“ Engu auðveldara verður að panta pakka með nýjum tíðaranda. Enda þarf þess ekki, annar tíðarandi gæti verið fyrir augum sérhvers manns sem vill beina athygli sinni að honum fremur en fyrirfram úttekt á nautn, munaði og spennu sem t.d. kvikmyndaframleiðendur selja aðgang að af því að þeir vita hvað fólk vill sjá. Fyrirmyndin er fólkið sem gengur að skyldustörfum sínum á hljóðlátan hátt, sinnir fjölskyldu sinni, ekki síst börnum sínum, af alúð, hefur stjórn á þörfum sínum en ekki öfugt og lætur sölumennskuna ekki glepja sig. Mikill styrkur til að slíkt takist er að fólk eigi sér hugsjón og trú á eitthvað sem það finnur sér æðra, virðingu fyrir lífinu og sköpuninni. M.E.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.