Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 6

Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 6
Það þarf að bjóða mönnum eitthvað annað en dauðann „Húsvíkingar láta sér mjög annt um Mjólkursamlagiö," segir Hlífar Karlsson, samlagsstjóri. Mjólkursamlag Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík var stofnað 1947. Það er fimmta stœrsta mjólkursamlag í landinu og verður það fjórða stœrsta þegar Mjólkursamlagið í Borgarnesi hefur verið lagt niður, að sögn Hlífars Karlssonar, mjólkursamlagsstjóra. Hlífar Karlsson, mjólkursamlagsstjóri. Mjólkursamlagið er í rúmgóðu húsnæði, hefur yfir að ráða um 2700 fermetrum. Við mjólkurvinnsluna starfa 17 manns, þaraf þrír mjólkur- bílstjórar, auk viðgerðarmanns. Tvö önnur fyrirtæki eru undir sama þaki; þvottahús þar sem fatnaður starfsfólks í kaupfélags- fyrirtækjunum og Fiskiðjusamlagi Húsavíkur er þveginn. Og einnig Efnagerðin Sana. Þrír starfsmenn eru við efna- gerðina. Hún er í húsnæði þar sem áður var starfrækt smjörgerð og smjörfrystir.“ Eftir að við fórum alveg yfir í framleiðslu á feitum ostum dróst smjörframleiðslan það mikið saman að frystirinn var mikið stærri en þörf var á. Hann tók um 60 tonn af smjöri og var miðaður við 150 tonna framleiðslu en fram- leiðslan er komin niður í 40 tonn. Þetta var því ekki hagkvæm eining og ákveðið var að leggja niður smjörgerðina, flytja umframrjóma til Akureyrar og kaupa smjör fyrir heimamarkaðinn í staðinn,“ segir Hlífar. Léttara þegar annað en dauðinn er í boði „Við keyptum efnagerðina Sana af Sanitas, sem þá var í þroti suður í Reykjavík. Við settum hana upp hér og reksturinn hefur gengið upp og niður. Þetta er mikil barátta, því að við erum t.d. langt frá markaði, framboðið er mikið og samkeppni bæði af innlendri og erlendri framleiðslu, og erfitt er að koma sér á framfæri. Þetta hefur verið mikil reynslusaga fyrir okkur. Það yrði ólíkt léttara að fara í gegnum þessa hagræðngarumræðu ef mjólkuriðnaðurinn sem ein heild hefði eitthvað að bjóða í stað þess sem lagt er til hliðar. Reyndar er verið að vinna að því í Borgarnesi að byggja upp fyrirtæki sem er eigu Mjólkursamsölunnar, Osta- og smjörsölunnar og Mjólkurbús Flóa- manna. Það er ekki mjólkur- iðnaðurinn sem heild sem kemur þar að en allir eru mjög jákvæðir þegar unnið er á þessum nótum. Þetta er léttara þegar hægt er að bjóða mönnum eitthvað annað en dauðann." Gullverðlaun í Danmörku - Hvað er framleitt hjá mjólkur- samlaginu? „Við framleiðum feitan ost, 26% gouda og Búra. Og einnig mysu- osta, bæði fasta og mjúka. Þetta er Gullverðlaunahafarfyrir ost og jógúrt: Jón Ingi Guðmundsson, Davíð Gunnarsson, Hlífar Karlsson og Hermann Jóliannsson. 46 FREYR - 2 '96

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.