Freyr - 01.02.1996, Qupperneq 8
Jógúrtliðið: Hlífar Karlsson, Jón Ingi Guðmundsson, Stefán Helgason og Ingólfur
Pétursson.
stöðva í mjólkuriðnaði sem hafa
tekið við framleiðslustjórnuninni.
Eg held að það hafi verið mjög til
góðs og þau þarf að efla enn frekar.
Mjólkursamlög hafa verið að
sérhæfa sig í framleiðslu síðustu
árin, og það er jákvætt. Þar með
nýtum við framleiðslueiningamar
betur.
En Mjólkursamsalan hefur t.d.
verið að keyra með vörur út um land
og haft takmarkaðan flutning til
baka, en ef við stæðum þétt saman
flyttu þeir vörur annarra samlaga til
baka. Þessir bílar koma fullir af
Samsöluvörum, t.d. einu sinni í
viku, og hafa jafnvel ekki nægt
flutningsrými. En með því að færa
til framleiðslu mætti bæta við
ferðum auka nýtingu á þessum
flutningatækjum og þjóna við-
skiptatvinunum betur. Við mundum
borga inn í iðnaðinn fyrir þjón-
ustuna við flutningana, en ekki út úr
iðnaðinum til óskyldra aðila. Ef við
gætum sameinast um flutningatæki,
hagræðingu og skipulagningu í
framleiðlsunni sem gerði okkur
kleift að nýta þá möguleika sem við
höfum og borga hver öðrum fyrir
þjónustuna, þá liti þetta öðruvísi út.
Það er ekki alltaf lausnin að skera
eða leggja niður.“
Mjólkin hér er í toppi
- Hvernig standa bcendur sig í
gœðamálum á svœðinu?
„Þeir standa sig frábærlega vel
því að 99% af mjólkinni sem kemur
hér inn er fyrsta flokks mjólk.
Arangurinn í framleiðslunni segir
auðvitað að bændumir eru að
framleiða mjög góða og vandaða
vöru. Við framleiðum ekki fyrsta
flokks verðlaunavöm úr þriðja
flokks mjólk. Vömvöndunin byrjar
hjá mjólkurframleiðandanum.
Mjólkin hér er hágæðaframleiðsla
eins og annarstaðar á landinu."
MOLRR
Sjálfkœldar
mjólkurumbúðir
Ungur nemandi við Arkitekta-
skólann í Árósum, Mads Vincent
Scmidt að nafni, hlaut nýlega fyrstu
verðlaun MD Foods í samkeppni
um mjólkurumbúðir framtíðarinnar.
Samkvæmt hugmynd hans verður
mjólk í sjálfkældum umbúðum. Um
er að ræða sívalning úr plasti með
sólarcellum; í botni hans er skrúfað
lok og undir því er ofturlítið
kælihólf sem heldur mjólkinni
kaldri. Neytendur eiga að nota
umbúðirnar aftur og aftur og fylla á
þær í mjólkursjálfsala sem komið
verður fyrir í verslunum.
(Mjólkurfréttir, 2 tbl. 1995).
- Er verið að taka upp ný ketft í
gœðamálum?
„Það hefur verið mikið eftirlit
varðandi gæðamál í mjólkuriðnaði.
Nú erum við að tileinka okkur
þessar nýju aðferðir, þetta kerfis-
bundna gæðaeftirlit sem felst t.d. í
þessari altæku gæðastjómun, iso-
stöðlunum eða gámeskerfinu. Við
erum að vinna að því að koma hér á
gámeskerfi. Allir þeir sem em í
matvælaiðnaði áttu að vera búnir að
koma sér upp slíku kerfi 14. des. sl.
Þetta er auðvelt hjá okkur því að
hluti af þessu kerfi hefur alltaf fylgt
þessum iðnaði, bæði hvað varðar
hráefni og innra eftirlit með
framleiðsluvörum.
Þetta kostar peninga og vonandi
fáum við þá til baka með mark-
vissari vinnubrögðum og enn þá
meiri vöruvöndun."
- Bjartsýnn á framtíð iðnað-
arins?
„Við ætlum að lifa áfram. Eg er
bjartsýnn en það sækir margt að í
þessu þjóðfélagi sem gerir okkur
erfitt fyrir, eins og atvinnuleysi sem
veldur því að fólk hefur minna
handa á milli og kaupgetan
minnkar. Við skulum vona að úr
rætist.“
Myndir og texti:
Ingibjörg Magmisdóttir.
Jarðnœði dýrt í
Danmörku
Danskir svínabændur yfirbjóða
nú hver annan til að komast yfir
meira land. Boðið er kr. 800 þús. til
1,2 millj. fyrir hektarann. Ástæðan
fyrir þessum háu tilboðum er að
samkvæmt nýjum lögum eru gerðar
strangari kröfur en áður til að
svínabændur eigi land undir
búfjáráburð.
Lögin heimila allt að 360 gyltur
þar sem sláturgrísaeldi fer einnig
fram á 13-14 hektara jörð, ef
bóndinn hefur að auki á leigu
nægilegt land undir áburðinn. Á
stærri jörðum eru gerðar enn meiri
kröfur. Á 150 ha jörð er leyfilegt að
vera með allt að 499 gyltur ásamt
sláturgrísaeldi.
(Landbruksmagasinet/Samvirke 8/'95)
48 FREYR - 2 ’96