Freyr - 01.02.1996, Síða 14
Flýtifyrna má byggingaframkvæmdir frá 1995
þó að byggingin hafi ekki verið tekin í notkun.
8. Lögð er meiri áhersla á að skila launamiðum
yfir verktaka.
9. Leigutekjur af íbúðarhúsnæði eru skattfrjálsar
sem nemur 80% af leigutekjum þó að hámarki
25.980 kr. á mánuði, sem húsnæði er í leigu. Ef
kostnaður við leiguhúsnæði er meira en sem
nemur 25.980 kr. á mánuði má setja upp
rekstrareikning yfir tekjur og gjöld eins og verið
hefur.
10. Nýting eldri tapa á móti hagnaði er þrengd, ef
veruleg breyting verður á rekstri, t.d. eigenda-
skipti.
11. Ellilífeyrisþegar, þ.e.a.s. þeir sem eru 70 ára eða
eldri, greiða ekki skatt af 15% af greiðslum úr
lífeyrissjóðum.
12. Verðlitlir vinningar í almennum happadrættum
og keppnum eru nú undanþegnir skatti.
13. Gjafir, þó ekki tækifærisgjafir til starfsmanna
eða viðskiptavina, eru frádráttarbærar þegar
verðmæti þeirra er ekki meira en gerist um
slíkar gjafir.
14. Tekjutenging eignarskatts var afnumin í fyrra
og margir bændur finna fyrir þeirri breytingu, á
þá leið að eignarskattur hækkaði frá því sem
var.
15. Reiknað endurgjald skal ekki færa á launa-
framtal 1996. Tryggingagjald verður reiknað út
frá færslu á skattframtal.
ló.Beingreiðsla vegna mjólkur og kindakjöts skal
færa sem undanþegna veltu á VSK skýrsluna.
17. Virðisaukaskattur af heimteknum afurðum er
14%. Virðisaukaskattur (14%) af innlendum
bókum og tímaritum tók gildi 1. júlí 1993.
(Erlend tímarit bera 24,5% VSK).
18. Nokkur sveigjanleiki er á því hversu hratt eignir
má fyrna niður. Vélar má fyrna um 11 til 15%.
Þannig eru sett lágmörk og hámörk, sjá síðar.
19. Keyptan fullvirðisréttur má færa til gjalda á
fimm árum.
20. Söluhagnaður, sem dreift er á nokkur ár, er nú
hækkaður upp samkvæmt verðbreytingarstuðli.
Ef skuldabréf er selt, sem dreifingin byggist á,
verður að tekjufæra þann söluhagnað sem þá er
ekki búið að færa til tekna.
21 .Tekjuskattur 1995 er 33,15%.
22. Kaup á hiutabréfum koma til lækkunar á tekjum
á skattframtali.
23. Húsnæðissparnaðarreikningur mun gefa lægri
ávöxtun þar sem skattaafsláttur er nú 10% og
lækkar um 5 prósentustig á ári þar til hann fellur
niður í árslok 1996. Þannig verður skatta-
afslátturinn 5% á næsta ári.
24. Tryggingargjald af landbúnaði, þar með talin
(ferðamannaþjónusta), skógrækt og fiskeldi
verður 3,63% fyrir árið 1996.
25.Fasteignaleiga. Útleiga tjaldstæða, hótel- og
gistiherbergjaleiga varð virðisaukaskattskyld
árið 1994, (14%).
Færa skal inn reiknuð laun samkvæmt þeirri
áætlun sem tryggingargjald er reiknað út frá og
síðan kemur fram tap eða hagnaður. Ef færð eru
hærri eða lægri reiknuð laun skal láta fylgja
skýringar. Reiknað endurgjald á bónda er 651.192
kr. en á hjón 1.302.384 kr. á grundvallarbúi árið
1995.
Reikna þarf 14% virðisaukaskatt af heimanot-
uðum afurðum og færa á virðisaukaskattsskýrslu.
Ef útskattur er hærri en innskattur síðasta tímabil
ársins, færist sú upphæð á landbúnaðarframtal sem
skuld, annars sem viðskiptakrafa. Endurgreiðslu á
kjarnfóðurskatti skal telja fram á tekjuhlið land-
búnaðarframtals. Framleiðsluráð landbúnaðarins
sendir út afurðamiða yfir þessar greiðslur. Bænda-
samtök ísland senda út launamiða vegna framlaga
samkvæmt jarðræktarlögum. Framlag til búhátta-
breytinga færist til lækkunar á stofnverði þeirra
framkvæmda, sem eru samfara búháttabreyting-
unni. Fyrningargrunnur þessara eigna verður því
lægri sem styrknum nemur.
Nær allir frádráttarliðir á skattframtali voru
felldir burt árið 1988. Þeir sem eftir standa koma
bændum að litlu gagni að undanskildum vaxta-
bótum til þeirra sem eru að byggja íbúðarhús eða
hafa nýlega keypt jörð. Húsnæðissparnaðarreikn-
ingur og kaup á hlutabréfum standa enn. Nú var
bætt inn nýjum lið, „Frádráttarbær iðgjöld í
lífeyrissjóð". Reglan er sú að færa 50% af greiðslu
í lífeyrissjóð til frádráttar á skattframtal, þó að
hámarki 2% af reiknuðum launum.
Leiðbeiningar ríkisskattstjóra með dæmum,
skýra skattframtal mjög vel og því ástæðulaust að
fjalla hér um það.
Rétt er að benda lesendum á að lesa aðeins þær
leiðbeiningar sem tilheyra þeim blöðum, sem verið
er að fylla út hverju sinni.
Sala á fullvirðisrétti.
Sala á fullvirðisrétti milli bænda er nú komin í
fast form. Lagagreinin heitir „Niðurfærsla eigna“.
Keyptur fullvirðisréttur skal færður niður með
jöfnum árlegum fjárhæðum á fimm árum. T.d.
keyptur fullvirðisréttur að upphæð 1.400.000 kr.
skal færður niður um 280.000 kr. á ári. Hér er því
ekki um raunverulega fyrningu að ræða, heldur
niðurfærslu eigna. Ekki má verðbæta þessa eign
með verðbreytingarstuðli eins og aðrar eignir á
54 FREYR - 2 '96